Vímuvarnavika 2008 verður haldin fimmta árið í röð og stendur yfir dagana 19. - 25. október nk. eða í viku 43.  Framvegis verður þessi 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímuvarna á Íslandi og heitir þá verkefnið framvegis „VIKA 43“.

20. október 2008 heldur Beinvernd upp á alþjóðlegan beinverndardag í 10. sinn. Að þessu sinni er minnt á nauðsyn þess að „tala fyrir beinheilsu“ og beina athygli að því að enn er þörf á breytingum í stefnumótun hvað varðar beinþynningu. Þessi áhersla er ekki aðeins „ákall um aðgerðir“ til stjórnvalda og stefnumótenda heilbrigðismála“ – heldur hvatning til fólks um að „standa upprétt“ og verða ekki fórnarlömb beinþynningar.En hvað er beinþynning?

husfreyjan_03.08_fors.jpgMatur - fræðsla - handavinna - viðtöl 

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagsambands Ísland 3. tbl. 2008 er komið út.
Sjá nánar hér á síðunni undir „Húsfreyjan"

 

Ályktun frá stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður og yfirvofandi verkfalli þeirra afstýrt.
Störf ljósmæðra skipta miklu máli fyrir velferð mæðra og barna og því mikilvægt að þau séu metin að verðleikum. 
Jafnframt vonast stjórn Kvenfélagasambandsins til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að leiðréttingu á þeim launamun sem enn er viðvarandi milli kynjanna og fram kemur í nýjum könnunum þar um. 

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands, stóð fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði í Mosfellsbæ 18. september sl. Þingið var haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, fyrrverandi forseta Kvenfélagasambands Íslands. Helga fæddist 18. september 1906, en bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fæðingardagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu. Á þessu ári eru 50 ár síðan Helga settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ. Hún lét meðal annars málefni kvenna sig varða, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1971. Frú Sigurlaug Viborg forseti Kvenfélagasambands Íslands ver meðal ræðumanna á þinginu og  bar erindi hennar heitið:  Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag? Erindið verður hægt að lesa hér.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands