Reglugerðir Kvenfélagasambands Íslands

Reglugerð 1: Um kjör heiðursfélaga KÍ

  1. Tillögur að kjöri heiðursfélaga skulu lagðar fyrir stjórn Kvenfélagasambands Ísland sem tekur ákvörðun um kjör þeirra.
  2. Einróma samþykkt stjórnar ræður kjöri.
  3. Heiðursfélagar Kvenfélagasambands Íslands skulu aldrei vera fleiri en tíu.
  4. Við andlát heiðursfélaga ber aðstandendum hans að skila heiðursorðu til Kvenfélagasambands Íslands.


Reglugerð 2: Um málgagn Kvenfélagasambands Íslands, tímaritið Húsfreyjuna

  1. Tímaritið heitir Húsfreyjan og er málgagn Kvenfélagasambands Íslands.
  2. Útgáfustjórn skal skipuð fimm konum og tveimur til vara. Stjórn KÍ skipar þrjár konur í útgáfustjórn á fyrsta fundi eftir landsþing og eina til vara. Af þessum þremur konum skal ein vera skipuð formaður útgáfustjórnar og ein skal vera gjaldkeri KÍ. Tvær konur og ein til vara skulu skipaðar á fyrsta fundi annars árs eftir landsþing. Útgáfustjórn ber ábyrgð á tímaritinu.
  3. Útgáfustjórn skal ráða ritstjóra við tímaritið í samvinnu við stjórn KÍ. Ritstjóri skal ráðinn til þriggja ára í senn.
  4. Ritstjóri ber ábyrgð á efni tímaritsins eins og fram kemur í ráðningarsamningi við hann.
  5. Formannaráð skal skipa rýnihóp annað hvort ár sem hefur það hlutverk að koma með ábendingar og tillögur um útgáfu og efnistök blaðsins.
  6. Ekki má leggja niður útgáfu tímaritsins nema því aðeins að landsþing KÍ hafi samþykkt það með minnst 2/3 hlutum atkvæða, enda hafi áður farið fram minnst tvær umræður um málið.


Reglugerð 3: Leiðbeiningastöð heimilanna

Kvenfélagasamband Íslands rekur Leiðbeiningastöð heimilanna og er markmið hennar:

  1. Að halda úti öflugri alhliða upplýsingagjöf fyrir almenning um allt sem lýtur að heimilishaldi.
  2. Að birta fræðsluefni á þessu sviði í Húsfreyjunni.
  3. Að gefa út fræðsluefni og stuðla að útbreiðslu þess.


Reglugerð 4: Um Uppstillinganefnd

  1. Uppstillinganefnd skal kosin á fyrri formannaráðsfundi og í henni sitja þrjár konur. Starfstímabil uppstillinganefndar eru þrjú ár.
  2. Uppstillinganefnd annast undirbúning og framkvæmd kosninga í trúnaðarstöður K.Í.
  3. Uppstillinganefnd skal auglýsa eftir frambjóðendum (skv. lögum og kosningaáætlun KÍ), með bréfi til allra héraðs- og svæðaformanna í febrúarmánuði ár hvert. Framboðsfrestur skal vera einn mánuður frá dagsetningu útsends bréfs. Tillögur um frambjóðendur skulu sendar til héraðssambanda með fundarboði landsþings eða formannaráðsfundar. Uppstillinganefnd sker úr um ágreiningsefni sem kunna að verða við talningu atkvæða í kosningum.

Reglugerðir samþykktar af stjórn KÍ 20.03.2021

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands