undirritun samnings um félagsmálanámskeiðUngmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Þessir aðilar skrifuðu í dag undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ við Laugaveg 170 í Reykjavík.Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum.

Forseta og varaforseta KÍ ásamt formanni BKR og fleiri gestum var boðið í veglegan afmælisfagnað á 15 ára afmæli Leshrings KRFÍ sem haldinn var á Hallveigarstöðum 22. október sl. Björg Einarsdóttir stofnfélagi Leshringsins rakti sögu hans. Konurnar í Leshringnum koma saman mánaðarlega yfir vetrartímann til að tala um bækur sem þær hafa lesið, hitta höfunda og fara jafnvel í ferðalög bæði innan borgarmarkanna og utan þeirra sem og til Evrópu.

Vímuvarnavika 2008 verður haldin fimmta árið í röð og stendur yfir dagana 19. - 25. október nk. eða í viku 43.  Framvegis verður þessi 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímuvarna á Íslandi og heitir þá verkefnið framvegis „VIKA 43“.

20. október 2008 heldur Beinvernd upp á alþjóðlegan beinverndardag í 10. sinn. Að þessu sinni er minnt á nauðsyn þess að „tala fyrir beinheilsu“ og beina athygli að því að enn er þörf á breytingum í stefnumótun hvað varðar beinþynningu. Þessi áhersla er ekki aðeins „ákall um aðgerðir“ til stjórnvalda og stefnumótenda heilbrigðismála“ – heldur hvatning til fólks um að „standa upprétt“ og verða ekki fórnarlömb beinþynningar.En hvað er beinþynning?

husfreyjan_03.08_fors.jpgMatur - fræðsla - handavinna - viðtöl 

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagsambands Ísland 3. tbl. 2008 er komið út.
Sjá nánar hér á síðunni undir „Húsfreyjan"

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands