Skilmálar Húsfreyjunnar og persónuverndarupplýsingar
Ársáskrift 2024 kostar 6900 krónur m/vsk greidd með greiðslukorti eða með kröfu í banka. Verðskrá getur breyst og er þá tilkynnt í 4. tbl. Greiðslur með greiðslukorti fara í gegnum öruggar netgreiðslur með SalesCloud. Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er með því að senda póst á husfreyjan@kvenfelag.is með símtali, eða á annan sannanlegan hátt á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands. Uppsögn gildir frá og með næstu áramótum. Áskrift og aðgangur að áskriftarvef er opin á meðan áskrift er greidd og gildir út það ár sem er greitt.
Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa þar til henni er sagt upp, breytingar á heimilisfangi skulu berast á husfreyjan@kvenfelag.is. Áskrifanda er óheimilt að nýta efni úr blaðinu nema til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er. Áskrifandi heitir því að deila ekki aðgang að áskriftarvef með þriðja aðila.
Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi, en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tímaritið er sent í pósti með Póstinum á heimilisfang áskrifanda. Greitt er fyrir eitt ár í senn og eru fyrri tölublöð ársins send til nýs áskrifanda svo fljótt og kostur er. Sendingarkostnaður er innifalin í verði áskriftar. Aðgangur að rafræna áskriftarvefnum er sendur með tölvupósti til áskrifenda.
Húsfreyjan - tímarit áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á á netslóðinni www.husfreyjan.is. Kynnt skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifanda til þess að segja samningi upp án frekari fyrirvara vegna breytinganna.
Persónuverndarupplýsingar / Trúnaður
Gögn þau sem áskrifandi veitir Húsfreyjunni – timarit í té eru eingöngu nýtt til að hafa samband beint við áskrifanda vegna áskriftarinnar. Engar persónuupplýsingar eru afhentar þriðja aðila.