Kvenfélagasamband
Íslands sér um sölu á ,,Geitagjafabréfum" til stuðnings fjölskyldum í
Asíu sem urðu illa úti í flóðunum á annan í jólum 2004. Gjafabréfin eru
staðfesting á því að viðkomandi hafi keypt eitt geitapar, en geitur
nýtast mjög vel á þessu svæði, bæði fæst af þeim kjöt og mjólk. Eitt
geitapar kostar kr: 5000 og er hægt að kaupa fleiri en eitt par.
Tilvalið er að gefa geitapar í jóla, afmælis-og tækifærisgjafir.
Gjafabréfin fást á skrifstofu KÍ. Upplýsingar í síma 5527430 og
netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi standa
Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands fyrir súpufundi
í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14, Reykjavík, þriðjudaginn 27.
nóvember kl. 12:00. Sýnd verður heimildarmyndin When the Moon is Dark
Léleg bein eru ástæða beinbrota hjá 1200 Íslendingum á ári hverju. Í
flestum tilvikum má koma í veg fyrir beinþynningu og beinbrot af völdum
hennar með fyrirbyggjandi aðgerðum.