Kvenfélög á Íslandi eiga sér langa og merka sögu. Allt frá því fyrsta kvenfélagið var stofnað árið 1869 hafa þau unnið feikimikið starf landi og þjóð til velfarnaðar og heilla. Áreiðandi er að starf og saga kvenfélaganna glatist ekki eða falli í geymslu. Saga þeirra er varðveitt í skjölum sem oft eru geymd við misjafnar aðstæður.
Kvenfélagasamband Íslands hvetur kvenfélög félögin og þá einstaklinga sem hafa skjöl kvenfélaga undir höndum til þess að afhenda þau skjöl sem ekki eru lengur í daglegri notkun til héraðsskjalasafna sem eru víða um land, Kvennasögusafnsins eða Þjóðskjalasafns Íslands í því skyni að skjölin varðveitist á öruggum stað og verði aðgengileg áhugasömum um ókomin ár. Á skjalasöfnum hafa fleiri tækifæri til að skoða skjölin og fræðast um sögu félaganna.
Starfsmenn safnanna geta veitt kvenfélögum ráðgjöf og aðstoð við skráningu, frágang og afhendingu skjalanna. Skjalasöfn félaga samanstanda til dæmis af fundagerðarbókum, bréfasöfnum, ljósmyndum, félagatölum, basarbókum, kynningarefni og etv. fleiru. Gögn á rafrænu formi eins og félagatöl í Excel eða tölvupósta þarf að prenta út til afhendingar.