Nú er berjatíð og margir að sulta og safta og koma grænmetisuppskerunni í forðabúr heimilisins. Fljótlega byrjar svo sláturtíðin með öllum sínum önnum.

Það er mikilvægt búsílag og getur sparað heimilunum talsverð útgjöld að nýta það sem til fellur og svo er líka gaman fyrir fjölskyldurnar að vinna saman og draga björg í bú til vetrarins. 

 Gott er að geta leitað ráða ef einhverjar spurningar vakna við hauststörfin. 

Leiðbeingiastöð heimilanna veitir góð ráð við öll helstu atriði heimilishalds, hringið í síma 552 1135 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá góð ráð og leiðbeiningar.

Þjónustan er gjaldfrjáls og öllum opin.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar og starfsfólk LSH við afhendingu sjúkrarúma sem kvenfélagið gaf í tilefni af 55 ára afmælis þess20. maí sl. fór stjórn Kvenfélags Garðabæjar í heimsókn á Landspítala háskólasjúkrahús. Tilefnið var að afhenda tvö rúm sem félagið gaf Kvenlækningadeild 21A. Þessi rúm eru með þeim bestu sem fáanleg eru og koma sér mjög vel bæði fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga. Með þessum hætti vill félagið minnast 55 ára afmælis síns fyrr á þessu ári.

Á myndinni eru stjórnarkonur Kvenfélags Garðabæjar og starfsfólk LSH.

Konur úr Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði fóru í vel heppnaða ferð til Færeyja þann 28. apríl sl. og dvöldu í Þórshöfn til mánudagsins 31. apríl. 

Fóru þær til Runavíkur á Eysturoy sem er vinabær Ísafjarðar og heimsóttu kvenfélagið þar. Voru móttökur höfðinglegar. Bæjarstjórnin bauð Hlífarkonum ásamt konum úr Kongshavnar Kvinnufelagi til hádegisverðar. Kongshavnar Kvinnufelag á veglegt hús í Runavík sem þær leigja bæjarfélaginu undir starfsemi eldri borgara en einnig leigja þær það út fyrir veislur.  

Hlífarkonur fóru einnig í skoðunarferð til Skálavíkur á Sandoy.  Þar hafði orðið mikið tjón á mannvikjum í ofsaveðri sem gekk yfir Færeyjar um mánaðamótin janúar febrúar s.l. Tilefni ferðinnar til Sandoy var það að hópur Kíwanisfélaga frá Ísafirði ætlaði að færa  leikskólanum í Skálavík veglega gjöf, en leikskólinn  hafði skemmst í óveðrinu.  Hlífarkonur fengu að fljóta með í ferðina. Bæjarstjórnin bauð svo öllum til hádegisverðar í félagheimilnu í Skálavík.

Kvenfélagskonur úr Hlíf skoðuðu sig einnig um í Þórshöfn og á hinum forna stað, Kirkjubæ.  

Feðin var í alla staði hin ánægjulegasta og eru frændur vorir Færeyingar höfðingjar heim að sækja.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands