Evrópuþing ACWW – Women Winning for Planet Earth –
haldið í Southampton University í Hampshire, Englandi 1.-5. september 2008
Skráning og greiðsla ráðstefnugjalds fer fram hjá Kvenfélagasambandi Íslands sem einnig veitir allar frekari upplýsingar.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að panta flugfar til London
en sameiginleg ferð verur með lest frá London til Southampton eftir hádegi þann
1. september nk. Á skrifstofu KÍ er veitt aðstoð við að panta flugfar sé þess óskað.
Kvenfélagasamband Íslands minnir formenn héraðs og svæðasambanda KÍ á
að formannaráðsfundur verður haldinn 7.-8. mars nk. að Stöng í
Mývatnssveit. Fundarboð hefur verið sent til formanna héraðs og
svæðasambanda.
Þvímiður
féll niður hluti texta í útskýringu á ermum með gatamynstri, það sem á
vantar er hér: Bakstykki: Fitjið upp á lengri hringprjón nr. 3 ½, 126
L. Prj nú fram og aftur, uppskriftin er á bls. 37 í 4. tbl.
Húsfreyjunnar 2007
Kvenfélagasamband
Íslands sér um sölu á ,,Geitagjafabréfum" til stuðnings fjölskyldum í
Asíu sem urðu illa úti í flóðunum á annan í jólum 2004. Gjafabréfin eru
staðfesting á því að viðkomandi hafi keypt eitt geitapar, en geitur
nýtast mjög vel á þessu svæði, bæði fæst af þeim kjöt og mjólk. Eitt
geitapar kostar kr: 5000 og er hægt að kaupa fleiri en eitt par.
Tilvalið er að gefa geitapar í jóla, afmælis-og tækifærisgjafir.
Gjafabréfin fást á skrifstofu KÍ. Upplýsingar í síma 5527430 og
netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.