Forseta og varaforseta KÍ ásamt formanni BKR og fleiri gestum var boðið í veglegan afmælisfagnað á 15 ára afmæli Leshrings KRFÍ sem haldinn var á Hallveigarstöðum 22. október sl. Björg Einarsdóttir stofnfélagi Leshringsins rakti sögu hans. Konurnar í Leshringnum koma saman mánaðarlega yfir vetrartímann til að tala um bækur sem þær hafa lesið, hitta höfunda og fara jafnvel í ferðalög bæði innan borgarmarkanna og utan þeirra sem og til Evrópu.

Vímuvarnavika 2008 verður haldin fimmta árið í röð og stendur yfir dagana 19. - 25. október nk. eða í viku 43.  Framvegis verður þessi 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímuvarna á Íslandi og heitir þá verkefnið framvegis „VIKA 43“.

20. október 2008 heldur Beinvernd upp á alþjóðlegan beinverndardag í 10. sinn. Að þessu sinni er minnt á nauðsyn þess að „tala fyrir beinheilsu“ og beina athygli að því að enn er þörf á breytingum í stefnumótun hvað varðar beinþynningu. Þessi áhersla er ekki aðeins „ákall um aðgerðir“ til stjórnvalda og stefnumótenda heilbrigðismála“ – heldur hvatning til fólks um að „standa upprétt“ og verða ekki fórnarlömb beinþynningar.En hvað er beinþynning?

husfreyjan_03.08_fors.jpgMatur - fræðsla - handavinna - viðtöl 

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagsambands Ísland 3. tbl. 2008 er komið út.
Sjá nánar hér á síðunni undir „Húsfreyjan"

 

Ályktun frá stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður og yfirvofandi verkfalli þeirra afstýrt.
Störf ljósmæðra skipta miklu máli fyrir velferð mæðra og barna og því mikilvægt að þau séu metin að verðleikum. 
Jafnframt vonast stjórn Kvenfélagasambandsins til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að leiðréttingu á þeim launamun sem enn er viðvarandi milli kynjanna og fram kemur í nýjum könnunum þar um. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands