Konur ganga um heiminn (Women walk the world) er fjáröflunarviðburður sem hófst á vegum ACWW árið 2012. Hugmyndin að göngunni varð til sem leið til að vekja athygli á ACWW deginum sem er 29. Apríl. Markmiðið var að efla starf og þátttöku kvenna í ACWW og auka fjáröflun. Ástæða þess að ganga var valin, er vegna þess að það er einfalt að ganga og kostar ekkert. Engan sérstakan búnað þarf i göngutúr og hægt að ganga  hvenær sem er og hvar sem er! Meðlimir ACWW um allan heim eru hvattir til að taka þátt á ýmsa vegu, til dæmis með því að skipuleggja gönguviðburði. Hvort sem það er göngutúr um hverfið, um jarðarmörkin í sveitum, í næsta almenningsgarði, göngutúr að brunninum fyrir vatn. Eða rölta saman á næsta kaffihús.

Konur á Íslandi eru hvattar til að taka þátt með því að skipuleggja göngu með öðrum konum og taka þannig þátt með konum um allan heim sem ganga til að vekja athygli í mikilvægu starfi ACWW og afla fjár fyrir þau mikilvægu verkefni sem samtökin sinna. Tilvalið að tengja gönguna við Kvennaár 2025. Þess fjár sem er aflað er hægt að koma til skila í gegnum skrifstofu KÍ eða beint til ACWW á síðunni: https://acww.org.uk/donate-to-acww

Kvenfélagasamband Íslands ætlar að taka göngu þann 8. maí klukkan 17:00 frá Hallveigarstöðum. 

Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna var stofnað árið 1929. Kvenfélagasamband Íslands gerðist aðili að ACWW árið 1980.

Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Dreifbýliskonur eru burðarás fjölskyldna, samfélaga og þjóða, en þær verða hvað verst fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og átökum.  Um 10 milljónir kvenna í um 450 félögum í 80 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum. Lykilhugtakið í öllu starfi ACWW er valdefling kvenna í öllum sínum fjölbreytileika hvar sem er í heiminum. ACWW var stofnað til að magna upp raddir kvenna á landsbyggðinni, safna saman staðreyndum um líf þeirra og notar síðan þær upplýsingar til að kalla stjórnvöld til ábyrgðar.

Skipta má starfi ACWW í þrjú áherslusvið: loftslagssnjallan landbúnað, heilsu kvenna í dreifbýli og menntun og samfélagsþróun. ACWW styrkir þróunarverkefni á þessum sviðum, sem bætir ekki aðeins sveitarfélög um allan heim, heldur stuðlar einnig að skilvirkri og upplýstri hagsmunagæslu.

1wwwsmall

2wwwsmall

Hvítabandið gefur 1,3 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Hvítabandið hefur verið starfrækt í 130 ár og hélt upp á þessi tímamót 2 apríl 2025,  en félagið var stofnað 17. apríl 1895 og hefur starfað óslitið síðan. Á hátíðarfundinum var veittur styrkur í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að upphæð 1,3 milljónir króna, það er 10.000 kr. fyrir hvert starfsár.

Sigríður U Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H Pétursdóttur formanni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Guðríði Sigurðardóttur formanni Menntunarsjóðins styrkinn með þeim orðum hún væri þess fullviss að þær kæmu honum í góðar hendur

Hvítabandið hefur frá upphafi helgað sig mannúðar- og líknarmálum. Stærsta einstaka verkefni félagsins er án efa bygging Sjúkrahúss Hvítabandsins við Skólavörðustíg sem félagið reisti á eigin kostnað og starfrækti í tæpan áratug.

Saga Hvítabandsins varpar ljósi á óformlegar valdaleiðir kvenna. Formæður okkar höfðu áhrifavald sem skipti sköpum í þróun velferðarmála á Íslandi og endurspeglar saga líknarfélaga þessi völd kvenna. Þeim tókst að hrinda í framkvæmd ýmsum mannúðar- og velferðarmálum sem eru í höndum hins opinbera í dag. Barátta formæðra okkar fyrir betra lífi endurspeglast í starfi félagsins. Saga Hvítabandsins sem sögð er í bókinni „Aldarspor“ leiðir í ljós framlag kvenna í mótun heilbrigðis- og félagsmála á Íslandi.

Afhending á styrk Hb 2025

 Sigríður U Sigurðardóttir formaður Hvítabandsins afhenti Önnu H Pétursdóttur formanni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Guðríði Sigurðardóttur formanni Menntunarsjóðins styrkinn

Stjórn Hb ásamt forseta2025smaller

Stjórn hvítabandsins: formaður Sigríður U. Sigurðardóttir, ritari Þóra Ólafsdóttir, gjaldkeri Oddfríður Helgadóttir ásamt forseta KÍ Dagmar Elínu Sigurðardóttur sem er jafnrframt félagi í Hvítabandinu. 

 

 

Stjórnarkonur Kvenfélagasambands Íslands eru nú á faraldsfæti að heimsækja aðalfundi þeirra héraðssambanda kvenfélaganna sem eiga aðild að KÍ.  Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) hélt sinn aðalfund laugardaginn 1. mars síðastliðinn. Fundurinn var í umsjón Kvenfélagsins Gefnar í Garðnum.  Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ heimsótti þann fund og flutti kynningu á starfi og verkefnum sambandsins. á þeim fundi tók Brynhildur Hafsteinsdóttir formaður Kvenfélagsins Fjólunnar í Vogum við formennsku KSGK, Jóna Rún Gunnarsdóttir hefur veirð þar formaður síðastliðin 3 ár. 

Aðalfundur Kvenfélagasambands Norður- Þings (KSNÞ) var svo haldinn að Skúlagarði Kelduhverfi laugardaginn 15. mars 2025.  Forseta Kvenfélagasambandsins Dagmar og ritara, Helgu Magnúsdóttur var boðið á fundinn og fluttu þær kynningu á Kvenfélagasambandinu og sögðu frá verkefninu Vika einmannaleikans.  Á sama fundi var Soffía Gísladóttir kvenfélagskona með erindi um Inngildingu - mjög áhugavert erindi sem rímar við það sem við erum að fjalla um varðandi einmannaleikann.

Dagmar og Helga þakka fyrir höfðinglegar móttökur bæði í Garðinum og fyrir norðan  Alltaf jafn fróðlegt fyrir stjórnarkonur að heyra hvað félögin eru að gera til að efla starfið.

Fleiri heimsóknir á aðalfundi eru á döfinni og munu stjórnarkonur KÍ skiptast á að mæta.

Húsfreyjan_1._tbl._2025_small.pngFyrsta tölublað Húsfreyjunnar á þessu ári en nú komið út.  Er komið eða er á leið til áskrifenda. Húsfreyjuna má líka finna á sölustöðum víða um landið.

Að þessu sinni er 95 ára afmæli Kvenfélagasambandsins fagnað í blaðinu meðal annars með umfjöllun um hátíðar formannaráðsfund KÍ sem fór fram á afmælisdaginn á Degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar. Í tilefni af afmælinu bauð Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir formannaráði til móttöku á Bessastöðum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands skrifar um 95 ára afmælið í pistli sem hún nefnir Hreyfiafl um land allt. Í þessu fyrsta tölublaði vill þannig til að Álftanesið er nokkuð áberandi því formaður Kvenfélags Álftaness, Sigríður Sif Sævarsdóttir er í forsíðuviðtali þar sem hún ræðir við Húsfreyjuna um lífið og til tilveruna og starf kvenfélagsins. Eins og sjá má á fallegri forsíðunni stundar hún sjósund af kappi.

Matarþáttur Húsfreyjunnar í umsjón Alberts Eiríkssonar er að þessu sinni einnig á Álftanesinu en það er Björn Skúlason maki forseta sem bauð Húsfreyjunni á Bessastaði og gefur hann lesendum girnilegar uppskriftir af m.a. Blómkálssteik með capers og chilimayo, Skyrmús með berjum og íslensku hrauni og steiktir þorskhnakkar með tómat- og basilsósu. Við þökkum Birni kærlega fyrir góðar móttökur.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum til móttöku á Bessastöðum í tiefni 95 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands (KÍ). Forsetinn ræddi  meðal annars um samstöðu kvenna, jafnrétti og það mikilvæga samtal sem við öll þurfum að eiga varðandi kærleikann, sem átti vel við enda eru gildi kvenfélagskvenna; Kærleikur, Samvinna og Virðing. Gott samtal sem án efa mun verða tekið lengra. 

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir er verndari Kvenfélagasambands Íslands eins og fyrirverar hennar hafa verið. 

Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ færði forseta eintak af Húsfreyjunni, skýrslu KÍ frá landsþingi, bókina Margar hlýjar hendur og að sjálfsögðu slæðuna góðu merkta KÍ. 

Forseta Íslands er þakkað fyrir góðar móttökur. 

 

hopmynd bessastöðumweb

 

Svuntatil björnsweb

Halla Tómasdóttir tekur viðsvuntunniBökum betra samfélagtil færa Birni , maka forseta.  Dagmar færði Höllu einnig eintak af Húsfreyjunnu, skýrsluog bókina Margar hlýjar hendur. Hjá þeim stendur einnig Eva Björk Harðardóttir varaforseti KÍ.

 

 

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands