Fallin er frá á besta aldri kvenfélagskonan Sólrún Guðjónsdóttir.

Sólrún var öflug félagskona sem starfaði í hinum ýmsu nefndum í sinni heimabyggð, Grundarfirði en þangað flutti hún 2002. Nýflutt til Grundarfjarðar gekk hún í kvenfélagið Gleym mér ei og kom strax í ljós hversu öflugan liðsmann félagið hafði fengið. Hún sinnti trúnaðarstörfum fyrir kvenfélagið og það var síðan árið 2017 sem hún gaf kost á sér sem ritari Kvenfélagsambands Íslands og starfaði með stjórn í 6 ár. Sólrún var frábær félagi, vann störf sín af mikilli nákvæmni og var einstaklega ánægjulegt að starfa með henni.
 
Um leið og Kvenfélagasamband Íslands þakkar Sólrúnu fyrir störf hennar sendum við ástvinum innilegar samúðarkveðjur
Blessuð sé minning Sólrúnar. ❤️
 
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands
 
Solrun Gudjons

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar er lokuð vegna sumarleyfis til 11. ágúst nk. 
 Ef erindið er mjög brýnt má hafa samband við Dagmar forseta KÍ á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
 
Hafið það gott í sumar.
 
Kærleiks kveðja,
 

Fyrirpartý sem haldið var í tilefni 110 ára afmælis kosningaréttar kvenna og Kvennaárs þann 19. júní síðastliðinn var haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum af þeim þremur félögum sem eiga saman og reka Hallveigarstaði. Fyrirpartýið var vel sótt og glöddust konur saman með kleinum, kaffi og búbblum áður en haldið var fylktu liði niður í Hljómskálagarð þar sem fór fram Kvennavaka og stórtónleikar sem skipulagðir voru af Kvennaári 2025. Það er mikilvægt að fagna merkum áföngum og konur kunna það svo sannarlega ásamt því að eiga saman góða samveru og efla þannig baráttuandann í jafnréttismálunum. á stórtónleikunum komu fram Bríet, Reykjavíkurdætur, Heimilistónar, Countess Malaise og Mammaðín. kvöldinu lauk með fjöldasöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar. Kynnar Kvennavöku voru Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“. Frábært kvöld í alla staði og þökkum við öllum fyrir komuna.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum/kvöldinu. 

 

500903081 1140551498107963 6184929754411624892 n

 

Jenný Jóakimsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Dagmar Elín Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir og Auður Önnu Magnúsdóttir hjá KRFÍ

513542383 1140552884774491 8060620472971717971 n

Boðið var haldið í anddyri og garði Hallveigarstaða og boðið upp á Kaffi, kleinur og búbblur.  Fullt var út úr húsi af konum sem voru á leið á tónleikana. 

504774008 1140551168107996 4033093720524751138 n

501031355 1140551581441288 8450411221652073174 n

Bríet heillaði kvennaskarann með söng sínum og framkomu

513542397 1140551554774624 3829064587354852385 n

Kynnar Kvennavöku voru Sindri "Sparkle" og Sandra Barilli

 

512700861 1140551434774636 7850943348406473267 n

Countess Malaise

513620896 1140551294774650 7461339682874606110 n

Ljósmynd: Sunna Ben

 

Dans og drifkraftur. Öskursöngur og ógleymanleg augnablik. Allur tilfinningaskalinn í kvöldsólinni. Nú er kominn tími til að vakna. Nú er kominn tími til að vaka.
//
Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði að kvöldi kvenréttindadagsins 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Búbblur með vinkonunum og kröftugur dans með vinkvárunum.
Fram koma:
Bríet
Reykjavíkurdætur
Heimilistónar
Countess Malaise
Mammaðín
Við ljúkum dagskránni með sannkölluðum breddusöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar.
 
Kynnar eru Sandra Barilli og Sindri "Sparkle".
 
Matarvagnar verða á staðnum.
Upplýsingar um aðgengismál eru á kvennaar.is/adgengi
 
Munið fyrirpartý á Hallveigarstöðum klukkan 17:00 
 
505577735 1026737632907416 9007588599212933549 n

Vorblað Húsfreyjunnar er nú komið út og ætti að vera að detta inn um póstlúgur í dag eða strax eftir helgina. Eins og alltaf þá er blaðið fullt af góðu efni til að njóta og lesa.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem hefur verið áberandi í jafnréttisbaráttunni undanfarin ár, gefur lesendum innsýn í þann kraft sem býr í samstöðu og sameiginlegri baráttu í einlægu forsíðuviðtali nú þegar nær hálft ár er liðið af Kvennaárinu 2025.

Ritstjóri Húsfreyjunnar ræddi við Maríu Rún Bjarnadóttur yfirlögfræðing um störf hennar hjá ríkislögreglustjóra og ástarsvik, sem eru miklu meira en bara fjársvik. Hún ræðir meðal annars um það hvernig má varast þessa skipulögðu glæpi og hvernig aðstandendur þeirra sem í þessu lenda geta veitt mikilvægan stuðning við að díla við það tilfinningalega ofbeldi sem þessir glæpir eru.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands