Í tilefni af 40. landsþingi, hefur KÍ núna til sölu vörur sem framleiddar voru sérstaklega fyrir þingið. 

Hafið samband við skrifstofu KÍ til að panta vörurnar. Hringið í síma 5527430 eða sendið töluvpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagskonur láta sig ýmis málefni varða og voru andleg heilsa, heilbrigðisþjónusta og einsemd og einmanaleiki sem voru meðal umræðuefna á 40. landsþingi á Ísafirði.

Þingið sendi frá sér eftirfarandi ályktanir:

hopmynd minni web225 kvenfélagskonur víðs vegar af landinu funduðu, ræddu saman á vinnustofum, hlýddu á fyrirlestra, kusu nýja konu í stjórn KÍ, ályktuðu um mál sem á þeim brenna og heiðruðu fyrrum forseta KÍ.  Svo má ekki gleyma þeim vinskap sem skapaðist meðal þeirra og allri skemmtuninni sem konur á Vestfjörðum buðu upp á þinginu. Einn innfæddur Ísfirðingur komst þannig að orði „Það var allt krökkt af hlægjandi konum í bænum alla helgina“.

Þingið hófst formlega með setningu þingsins í Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn var sérstaklega til umræðu á þinginu. Þar fluttu ávörp Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna (SVK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ sem setti svo þingið formlega.

English version below.

Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Kvenfélgasamband Íslands er einn af þessum aðstandendum. 


Að viðburði loknu, verður „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist,” spennandi heimildarmynd um Kvennafrídaginn 1975 frumsýnd og að henni lokinni ætlum við að styrkja böndin yfir léttum veitingum og samsöng á Áfram stelpur!

Hin magnaða kvennasamstaða þvert á pólitískar línur árið 1975 lagði hornsteininn að stórkostlegustum þjóðfélagsbreytingum. En þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Við ætlum ekki að bíða í 50 ár til viðbótar!

Nú tökum við höndum saman enn á ný og fylkjumst bak við kröfurnar. Við vitum sem er að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Sagan sýnir okkur það. Við getum, þorum og viljum!

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands