Heklugarn DMC nr. 8, heklunál: 1.00-10 JMRA
Litir: Hvítt og reyrt blátt / bleikt garn
Litlar brúður sem fást í föndurbúðum
Botn
Heklið 16 loftlykkjur (ekki mynda hring).
1. umferð: Tvær fastalykkjur í aðra fastalykkju frá nál. Hekla 14 fastalykkjur, tvær fastalykkjur í næstu fastalykkju. Nú erum við komin út á enda og er þá heklað til baka en frá gagnstæðri hlið. Tvær fastalykkjur í næstu lykkju og síðan 14 fastalykkjur og tvær fastalykkjur í næstu. Þannig fjölgar um 4 fastalykkjur í hverri umferð. Athugið, bilið milli útaukninganna eykst til endanna en helst eins á langhliðunum. Stykkið verður sporöskjulagað.
Heklaðar eru 8 umferðir á þennan hátt og þá eiga fastalykkjurnar að vera alls 64.
Innri hlið
Ytri hlið
Nú er hekluð ytri hliðin sem er brotin yfir innri hliðina. Stykkinu er því snúið við þannig að rangan á innri hliðinni snýr að okkur.
1.- 4. umferð: 4 loftlykkjur og einbrugðinn stuðull í næstu fastalykkju.* einbrugðinn stuðull í næstu fastalykkju* (64 stuðlar). Fest með draglykkju í fjórðu loftlykkju á fyrsta stuðli.
Umferð nr. 1 er hekluð með grunnlit, umferð nr. 2 blá / bleik og umferð nr. 3-4 með grunnlit.
Blúnda neðan á vögguna
Næsta umferð (grunnlitur): 4 loftlykkjur, einbrugðinn stuðull í næstu fastalykkju. * Fjórar loftlykkjur, hlaupið yfir tvær fastalykkjur og einbrugðinn stuðull í næstu tvær fastalykkjur* Tengt með draglykkju í fjórðu loftlykkju á fyrsta stuðli.
Næsta umferð (bláan / bleikan lit): Fastalykkja milli stuðlanna frá fyrri umferð. * Hálfstuðull í loftlykkjubogann frá fyrri umferð og síðan 5 einbrugðnir stuðlar í sama loftlykkjuboga og endað á einum hálfstuðli í sama boga, fastalykkja milli einbrugðnu stuðlanna frá fyrri umferð*
Skermur á vögguna ( grunnlitur)
Skerminn mynda 28 fastalykkjur. Til að finna miðjuna á vöggunni er best að brjóta hana saman langsum og telja 14 fastalykkjur til baka
Næsta umferð: 4 draglykkjur, 3 fastalykkjur, 3 hálfstuðlar, 8 einbrugðnir stuðlar, 3 hálfstuðlar, 3 fastalykkjur og 4 draglykkjur, snúa við með einni loftlykkju.
Næsta umferð: Hoppa yfir eina draglykkju, 3 draglykkjur, 3 fastalykkjur, 3 hálfstuðlar, 8 einbrugðnir stuðlar, 3 hálfstuðlar, 3 fastalykkjur og 3 draglykkjur, snúa við með einni loftlykkju
Næsta umferð: Hoppa yfir eina draglykkju, 2 draglykkjur, 3 fastalykkjur, 3 hálfstuðlar, 8 einbrugðnir stuðlar, 3 hálfstuðlar, 3 fastalykkjur og tvær draglykkjur, snúa við með einni loftlykkju.
Næsta umferð: Hoppa yfir eina draglykkju, 3 fastalykkjur, 3 hálfstuðlar, 8 einbrugðnir stuðlar, 3 hálfstuðlar, 3 fastalykkjur og draga garnið í gegnum fyrstu draglykkju frá fyrri umferð og slíta garnið frá.
Blúnda á skerminn (bláan / bleikan lit).
Byrja í fyrstu draglykkju í fyrstu umferð skermsins. *Heklið 3 loftlykkjur og gerið einn hálfstuðull. Hlaupið yfir eina lykkju frá fyrri umferð og fastalykkja í næstu lykkju.* Blúndan endar á síðustu draglykkju frá fyrstu umferð skermsins.
Sængin
Sængin er röndótt, tvær umferðir grunnlit og tvær umferðir blátt / bleikt
Heklið 18 loftlykkjur.
Fyrsta umferð: Fastalykkja í aðra fastalykkjur frá nál og síðan fastalykkja í hverja lykkju. Snúið við með einni loftlykkju.
Önnur umferð: Fastalykkja í aðra fastalykkju frá nál, *fastalykkja í uppfitjunina, fastalykkja í næstu fastalykkju.* Snúið við með einni loftlykkju.
*Næsta umferð: Fastalykkja í aðra fastalykkju frá nál og síðan fastalykkja í hverja lykkju. Snúið við með einni loftlykkju
Næsta umferð: Fastalykkja í aðra fastalykkju frá nál, *fastalykkja, ekki í síðustu umferð heldur umferðina þar á undan, fastalykkja í næstu lykkju og nú frá síðustu umferð*. Við þetta myndast einfalt munstur.*
Alls eru heklaðar 24 umferðir og síðan er hekluð blúnda eins og á hettunni.
Koddinn
Aðferð eins og við sængina.
Byrjið með 12 loftlykkjum og heklið 20 umferðir. Efnið brotið saman til helminga og fest saman með því að hekla blúnduna umhverfis. Ágætt að setja smá fyllingu í koddann.
Gangið frá endum og þvoið stykkin. Stykkin má stífa með sykurstífelsi en einnig er fáanlegt tilbúið stífelsi í föndurbúðum. Best er að forma stykkin blaut með höndunum og setja dúkkurnar strax í vögguna og láta þorna vel.