Skrifstofan lokuð vegna Heimsþings ACWW
Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð dagana 15. - 26. maí vegna farar starfsmanns okkar á Heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (Associated Country Women of the World - ACWW). Þingið er að þessu sinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. En þangað fara 10 kvenfélagskonur víða af landinu ásamt einum eiginmanni. Þar af þrír fyrrum forsetar KÍ. Búist er við um 500 þátttakendum sem koma allstaðar af úr heiminum, á þingið sem stendur yfir dagana 17.- 25. maí. Við bendum á að á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á kvenfelag@kvenfelag.is vegna málefna KÍ og á husfreyjan@kvenfelag.is vegna Húsfreyjunnar. Áríðandi erindum verður svarað eins og kostur er. ...
Lesa nánar
Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs
Þann 8.maí var aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs (KSK) haldinn. Í sambandinu eru tvö kvenfélög; Freyja félag framsóknarkvenna í Kópavogi og Félag kvenna í Kópavogi (FKK). Formaður KSK er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir. Á fundinn mæta fulltrúar beggja kvenfélaga og formenn og fulltrúar úr Orlofsnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, bæði félögin manna þær nefndir. Félög og nefndir fluttu skýrslur um starfsemi sína síðastliðið ár og venjuleg aðalfundarstörf voru afgreidd. Forseti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), Dagmar Elín Sigurðardóttir mætti á fundinn og sagði frá starfsemi KÍ, kynnti Húsfreyjuna og hvatti konur ti að taka þátt í starfi KÍ og gerast áskrifendur að Húsfreyjunni. Á fundinum voru einnig frá KÍ; Helga Magnúsdóttir ritari KÍ og Jenný Jóakimsdóttir frá skrifstofu KÍ.
...
Lesa nánar
Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna í Grímsnesi
95. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn að Borg í Grímsnesi laugardaginn 29. apríl sl. Yfirskrift fundarins var Virðum veröld - Vöndum valið - Nýtum nærumhverfið. Kvenfélag Grímsneshrepps var gestgjafi fundarins og tók vel á móti fulltrúum. Nýr formaður sambandsins var kjörinn Sólveig Þórðardóttir úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps, en hún tekur við góðu búi frá Elinborgu Sigurðardóttur sem verið hefur formaður sambandsins í níu ár. Elinborgu voru færðar þakkir fyrir ötult starf síðastliðin ár frá stjórn sambandins og frá Jennýju Jóakimsdóttur starfsmanni KÍ. Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ sagði frá starfi Kvenfélagasambands Íslands í máli og myndum. Á fundinum var valinn Kvenfélagskona ársins innan sambandsins og var það Guðrún Þóranna Jónsdóttir í Kvenfélagi Selfoss sem var valinn að þessu sinni fyrir sitt góða starf.
Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og byggðaþróunarfulltrúi SASS var með erindið: Get ég fjármagn...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Nýjustu fréttir
Skrifstofan lokuð vegna Heimsþings ACWW
11. maí 2023
Aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs
09. maí 2023
Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna í Grímsnesi
02. maí 2023