• kvenfelag myndabanner 2019 01
  • kvenfelag myndabanner 2019 02
  • kvenfelag myndabanner 2019 03
  • kvenfelag myndabanner 2019 04

NORRÆNA BRÉFIÐ: Frá Finnlandi

Sjálfbær fæða og umhverfisvænn hversdagur
Sirpa Pietikäinen

14 01 16 Pietikainen portrait STR 66 small

Loftslagsbreytingar og ágengni gagnvart náttúruauðlindum eykst með ógnarhraða. Það er erfitt fyrir okkur að skilja þegar eitthvað eykst með veldishraða. Tveir verða tíu, tíu verða eitt hundrað, eitt hundrað verður tíu þúsund... Margfeldisáhrifin leiða til þess að loftslagsbreytingar gerast mun hraðar en ella. Til að stöðva þessa þróun þarf að tvöfalda það sem gert er í dag. Viðfangsefnin verða að vera mörg og stór. Það er nauðsynlegt að koma á umsnúningi (backcasting-method). Mikilvægt er að byrja á að setja markmið um það sem við viljum ná fram og finna svo leiðirnar.

Löggjöf í ESB-ríkjum er nauðsyn til að draga úr loftslagsbreytingum í Evrópu. En það er einnig mikilvægt að einstaklingar og heimili taki málefnið föstum tökum. Við getum annaðhvort flýtt eða hægt á þróuninni með vali okkar í daglegu lífi. Margir einstaklingar eru nú þegar virkir þátttakendur í að bjarga jörðinni en það verður að fá alla hina með, einnig þá sem efast. Stofnanir og félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að virkja sitt fólk, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóða tilheyrir stofnunum eða samtökum. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að finna hagnýtar lausnir og skipuleggja starfsemina í þágu jarðarinnar. Fyrr á tímum varð til hreyfing fólks sem vildi stuðla að almennri þekkingu meðal þjóða með hjálp ýmissa samtaka. Nú þarf svipaða hreyfingu meðal almennings til að bjarga jörðinni og sporna við loftslagsbreytingum.

HeiðursfélagarKSGK90. aðalfundur Kvenfélagasambands Gullbringu og Kjósarsýslu KSGK var haldinn í Gjánni í Grindavík laugardaginn 2. mars sl. Gestgjafi var Kvenfélag Grindavíkur. Var fundurinn vel sóttur af þeim 10 félögum sem saman mynda KSGK. Félög kynntu fjölbreytt störf sín á sínum svæðum.

Sigríður Finnbjörnsdóttir  og Ása Atladóttir voru gerðar að heiðursfélögum KSGK á aðalfundinum. Eru þær á myndinni hér til hliðar. 

Að loknum fundi var svo móttaka þar sem Bæjarstjóri Grindavíkur Fannar Jónasson, hélt ávarp og bauð konur velkomnar í bæinn og sagði frá sögu Grindavíkur. Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir bauð síðan upp á stórkostlegan söng.

Um kvöldið var svo haldin afmælishátíð í Gjánni þar sem félögin buðu upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði. Forseti KÍ Guðrún Þórðardóttir færði félaginu fallega gestabók og góðar kveðjur frá Kvenfélagasambandi Íslands. Vel heppnað kvöld þar sem um 150 konur sungu fjöldasöng og skemmtu sér við hlátur og dans fram undir miðnætti.

Á döfinni

Húsfreyjan

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr. 

  
 
Husfreyjan1tbl2019
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
logo.png
askorun2014.png

Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  
Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr.

Fylgstu með okkur á Facebook

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands