Jólablað Húsfreyjunnar er komið út
Jólablað Húsfreyjunnar er komið út sem er jafnframt fyrsta blað nýs ritstjóra. En Jenný Jóakimsdóttir sem jafnframt starfar á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands var ráðin nýr ritstjóri þegar Sigríður Ingvarsdóttir hætti sem ritstjóri, en Sigríður hefur verið ritstjóri sl. tvö ár. Sigríði er þakkað innilega fyrir góð störf og við bjóðum Jennýju velkomna til starfa.
Jólablaðið að þessu sinni er eins og ávallt stútfullt af áhugaverðu efni sem ljúft er að lesa við kertaljós á aðventunni. Við mælum með að lesendur fái sér líka kakóbolla og vel af þeyttum rjóma með.
Halldóra Eydís skóhönnuður úr Mývatnssveitinni er í einlægu viðtali, þar sem hún segir frá því hvernig skódellan á barnsárunum varð að ástríðu hennar. Halldóra hefur í mörg ár hannað fallega og þægilega skó sem margar konur eiga jafnvel nokkur pör af.
Umfjöllun um landsþing Kvenfélagasambandsins sem haldið var í október á Ísafirði er fyrirferðarmikið í blaðinu. Á landsþingið mættur 220 konur víðs vegar af landinu. Í þessu t...
Lesa nánarLagabreyting á landsþingi
Lagabreytingar voru nokkrar á nýliðnu landsþingi KÍ á Ísafirði, en þar ber þó helst að nefna eina breytingu sem getur haft töluverð áhrif á starfsemi Kvenfélagasambandsins. Hún er svohljóðandi og var samþykkt samhljóða
Einstök kvenfélög geta ekki orðið beinir aðilar að KÍ. Undanskilin eru kvenfélög þar sem héraðssamband á þeirra félagssvæði er ekki aðili að KÍ, þá geta þau kvenfélög átt beina aðild meðan svo er. Þau félög njóta sömu réttinda og þurfa að uppfylla sömu skilyrði og héraðssamböndin. Það kvenfélag, sem þegar var beinn aðili samkvæmt eldri lögum þegar breytt ákvæði tók gildi, er áfram félagi á upprunalegu forsendunum og lýtur einnig sömu skilyrðum og héraðssamböndin
Nú geta því stök kvenfélög á þessum svæðum sótt um beina aðild. Það er von stjórnar að nú muni kvenfélögum innan KÍ fjölga í kjölfarið á þessari lagabreytingu. Öll kvenfélög sem uppfylla þessi skilyrði eru boðin velkomin í starf Kvenfélagasambands Íslands.
...
Lesa nánarSkýrsla KÍ
Hér er hægt að skoða og nálgast skýrslu Kvenfélagasambands Íslands 2021-2024
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Jólablað Húsfreyjunnar er komið út
02. desember 2024
Lagabreyting á landsþingi
21. nóvember 2024
Skýrsla KÍ
18. nóvember 2024
Nýtt frá KÍ
18. nóvember 2024