• kvenfelag myndabanner 2019 01
 • kvenfelag myndabanner 2019 02
 • kvenfelag myndabanner 2019 03
 • kvenfelag myndabanner 2019 04

Kvenfélögin um land allt skipta miklu máli í sínum nærsamfélögum og styðja við margvísleg málefni með gjöfum, fjármunum og vinnu. 

minni Nanna 2Á meðfylgjandi mynd eru ljósmæðurnar með stjórn Nönnu - Ljósm: ÞÁ

Eitt af meginverkefnum kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað er að styrkja góð málefni innan samfélagsins. Að þessu sinni gaf kvenfélagið fæðingardeild sjúkrahússins í Neskaupstað þrjár fullkomnar nýburavöggur, en kominn var tími á gömlu vöggurnar. Af því tilefni var stjórn Nönnu boðið í kaffi á sjúkrahúsinu ásamt þeim Jónínu Salnýju Guðmundsdóttur Ingibjörgu Birgisdóttur og Hrafnildi L. Guðmundsdóttur ljósmæðrum. Mjög ánægjuleg stund í alla staði. Stjórn Nönnu skipa þær Þorgerður Malmquist, Svala Guðmundsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sólveig Einarsdóttir og Helga M. Steinsson. Stjórn Kvenfélagsins þakkar öllum styrktaraðilum sínum fyrir stuðninginn. Vel gert hjá þeim og til hamingju með þetta góða starf. 

websitebannerHelgina 11-12. maí verður boðið upp á fjölbreytta og fræðandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Norræna húsinu. Áherslan verður lögð á viðgerðamenningu og aðferðir til að lengja líftímann á eigulegum og þörfum hlutum sem finnast á hverju heimili – allt frá reiðhjólum til buxna og brauðrista!

Markmiðið er að vekja athygli á 12. sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur til ábyrgari framleiðslu og neyslu.

Yfir helgina veður meðal annars boðið upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, markað, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sameiginlegt að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum.

Saumaverkstæði kvenfélagskvenna: Vantar þig aðgang að saumavél? Kvenfélagasamband Íslands setur upp saumaverkstæði og aðstoðar gesti og gangandi við að bæta og breyta eigulegum fötum.

Misbrigði: Sýning unnin af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Ný hönnun úr gömlum fötum.

Sjá nánari dagskrá á síðu Norræna hússins

Hátíðin er skipulögð af Norræna húsinu í samstarfi við eftirfarandi aðila:

 • Félag sameinuðu þjóðanna á íslandi
 • Kvenfélagasamband Íslands
 • Landvernd
 • Listaháskóli Íslands
 • Repair Café / Tools Library
 • Umhverfisstofnun
 • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
 • Vakandi

Á döfinni

Húsfreyjan

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr. 

  
 
Husfreyjan1tbl2019
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
logo.png
askorun2014.png

Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?

Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5400 árið 2019 fyrir fjögur tölublöð.  
Blaðið í lausasölu kostar 1795 kr.

Fylgstu með okkur á Facebook

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands