
Móttaka á Bessastöðum í tilefni 95 ára afmælis
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð formannaráði, stjórn KÍ og heiðursfélögum til móttöku á Bessastöðum í tiefni 95 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands (KÍ). Forsetinn ræddi meðal annars um samstöðu kvenna, jafnrétti og það mikilvæga samtal sem við öll þurfum að eiga varðandi kærleikann, sem átti vel við enda eru gildi kvenfélagskvenna; Kærleikur, Samvinna og Virðing. Gott samtal sem án efa mun verða tekið lengra.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir er verndari Kvenfélagasambands Íslands eins og fyrirverar hennar hafa verið.
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ færði forseta eintak af Húsfreyjunni, skýrslu KÍ frá landsþingi, bókina Margar hlýjar hendur og að sjálfsögðu slæðuna góðu merkta KÍ.
Forseta Íslands er þakkað fyrir góðar móttökur.
Halla Tómasdóttir tekur við KÍ svuntunni “Bökum betra samfélag” til að færa Birni , maka forseta. Dagmar færði Höllu einnig eintak af Húsfreyjunnu, skýrslu KÍ og bókina Margar h...
Lesa nánar
Hátíðlegur formannaráðsfundur í tilefni 95 ára afmælis Kvenfélagasambandsins sendir frá sér ályktun
Laugardaginn 1. febrúar sl. á Degi Kvenfélagskonunnar var 71. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) haldinn á Hallveigarstöðum. Fundurinn var að þessu sinni með sérstaklega hátíðlegum brag enda dagsetning fundarins valin til að fagna 95 ára afmæli sambandsins. Formannaráð skipa stjórn KÍ og formenn þeirra héraðssambanda um allt land sem eiga aðild að KÍ.
Aðild að Kvenfélagasambandinu eiga 17 héraðssambönd um land allt, 143 kvenfélög og um 4.300 kvenfélagskonur. Formenn héraðssambandanna mynda formannaráð sem ásamt stjórn sambandsins fer með æðsta vald milli landsþinga sem haldin eru á 3ja ára fresti. Nú síðast var Landsþing haldið á Ísafirði í október 2024 þar sem um 220 konur alls staðar af landinu mættu. Þetta er eitt af fjölmennustu þingum sem haldið hefur verið. Gildin sem konur innan Kvenfélagasambandsins hafa valið sér og endurspeglar starfið er: Kærleikur-Samvinna-Virðing.
Í gegnum tíðina hafa kvenfélög verið v...
Lesa nánar
Kvenfélagasamband Íslands 95 ára - Dagur kvenfélagskonunnar
Á degi kvenfélagskonunnar þakkar Kvenfélagasamband Íslands velvilja og stuðning þjóðarinnar í 95 ár. Við þökkum öllum kvenfélagskonum fyrir þeirra óþrjótandi elju, hugmyndaauðgi og fórnfýsi.
Sérstakar þakkir fá þær kvenfélagskonur sem ruddu brautina og stuðluðu að framförum í íslensku samfélagi, okkur öllum til heilla.
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6.900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 2 250 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 6900 árið 2024 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 2250 kr.
Nýjustu fréttir
Móttaka á Bessastöðum í tilefni 95 ára afmælis
07. febrúar 2025
Kvenfélagasamband Íslands 95 ára - Dagur kvenfélagskonunnar
31. janúar 2025
RISA partý Kvennaárs í Iðnó 30. janúar
28. janúar 2025