
Haustblað Húsfreyjunnar
Haustblað Húsfreyjunnar er komið út. Húsfreyjan er að venju stútfull af góðu efni. Svanlaug Jóhannsdóttir er lítrík og skemmtileg kona sem lætur verkin tala er í forsíðuviðtalinu. Í viðtalinu fá lesendur innsýn í hennar fjölbreytta heim. Í blaðinu er svo að finna góðar hugmyndir og uppskriftir fyrir barnaafmæli. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur ráð um geymslu á ávöxtum og grænmeti. Smásagan að þessu sinni er ein af þeim sem barst inn í síðustu Smásögusamkeppni Húsfreyjunnar, höfundur hennar er Margrét Eggertsdóttir. En í þessu blaði kynnir Húsfreyjan aftur Smásögusamkeppni sem er öllum opin og efnisval frjálst. Skilafrestur 1. mars 2024.
Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ segir frá Alheimsþingi dreifbýliskvenna í Kúala Lúmpúr í Malasíu í máli og myndum, en þangað fór 11 manna sendinefnd frá Íslandi. Lesendur fá svo að kynnast hjónunum Elínu og Ingvari sem saman reka kúabú og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkinu Lagður og Tundra.
Í matarþætti Húsfreyjunnar a...
Lesa nánarStarfsmaður fer á námskeið
Jenný á skrifstofunni verður á námskeiði dagana 21. ágúst - 24. október nk.
Þannig að eftir hádegi á mánudögum og fyrir hádegi á þriðjudögum þessa daga verður skrifstofan lokuð og ekki hægt að ná í okkur í síma. ...
Lesa nánar
Alheimsþing dreifbýliskvenna - ACWW í Kúala Lúmpur
Alheimsþing Dreifbýliskvenna (ACWW- Associated Country Women of the World) var haldið í Kúala Lúmpur í Malasíu dagana 17. – 25. maí sl.
11 Íslendingar sóttu þingið fyrir hönd Kvenfélagasambands Íslands og naut hópurinn gestrisni kvenfélagsins í Pahang í Malasíu sem voru gestgjafar þingsins. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá var skipulögð í kringum hina hefðbundnu þingfundi. Skemmtanir á hverju kvöldi með hinum ýmsu þemum, boðið var upp á skoðunarferðir og menningu landsins var gerð góð skil. Hápunkturinn í dagskránni var Gala hátíðarkvöldverðurinn i Konungshöllinni í Malasíu, en drottning þeirra Queen Azizah er formaður félagsins í Pahang og var gestgjafi kvöldsins.
Yfirskrift þingsins var Diversity is our strength eða Fjölbreytileikinn er okkar styrkur.
Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ sat þingfundi og fór með atkvæði sambandsins á þinginu fyrir hönd stjórnar KÍ.
Á þinginu voru kynntar breytingar á stefnumótun ACWW til næstu þriggja ára eða 2023 til 2026.
...
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2023 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Nýjustu fréttir
Haustblað Húsfreyjunnar
18. september 2023
Starfsmaður fer á námskeið
22. ágúst 2023
Alheimsþing dreifbýliskvenna - ACWW í Kúala Lúmpur
08. júní 2023
Vorblað Húsfreyjunnar er komið út
01. júní 2023