
67. formannaráðsfundur KÍ haldinn á Kirkjubæjarklaustri ályktar um geðheilsu
Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fundaði á Hótel Laka, Kirkjubæjarklaustri á 67. formannaráðsfundi helgina 10. – 11. mars sl.
Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mæta formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ ásamt stjórnarkonum KÍ.
Fundurinn að þessu sinni var aðalformannaráðsfundur milli landsþinga og ásamt öðrum aðalfundarstörfum var kosin nýr ritari í stjórn, varastjórnarkona var endurkjörin og kjörnefnd kosin fyrir landsþingið á Ísafirði 2024.
Formannaráðið lætur sig mörg mál varða og ræðir á fundum sínum mál er varða kvenfélögin í landinu og þau mál sem eru í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni. Að þessu sinni sendir formannaráð frá sér eftirfarandi ályktun varðandi geðheilsu.
67. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hótel Laka, Kirkjubæjarklaustri dagana 10.-11. mars 2023 sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Geðheilsa er vaxandi vandamál í þjóðfélaginu. Fundu...
Lesa nánar
Fáni og forsetakeðja Norrænu kvennsamtakanna (NKF) afhent til Kvennasögusafnsins í Kongsvinger
Á dögunum voru fáni og forseta keðja Norrænu kvennasamtakanna (Nordens Kvinneforbund - NK) afhent Kvennasafninu (Kvinnemuseet) í Kongsvinger í Noregi til varðveislu. Keðjan sem er úr silfri var gjöf frá Hjemmenes Vels Landsforbund (landssamtökum heimila og velferðarmála í Noregi stofnað 1915, seinna eða 1933 var nafni breytt í Húsmæðrasamtök Noregs og 1997 var nafninu svo breytt í Norges Kvinne- og familieforbund). Það var Aina Alfredsen Forde frá Norges Kvinne- og familiforbund sem afhenti safninu kveðjuna.
Norrænu kvennasamtökin NKF voru stofnuð árið 1919 og gekk KÍ til liðs við þau árið 1949. Norðurlöndin skiptust þar á formennsku, sökum fjárskorts tók Ísland þó ekki við formennsku fyrr en árið 1976 er Sigríður Thorlacius, þáverandi forseti KÍ, varð formaður samtakanna. Á árunum 1996-2000 var Drífa Hjartardóttir þáverandi forseti KÍ formaður þeirra. Árið 2016 tók Guðrún Þórðardóttir þá forseti KÍ við formennsku samtakanna, allt til...
Lesa nánar
Húsfreyjan er mætt fersk einsog alltaf
Nú er Húsfreyjan komin eða á leið til áskrifenda. Í þessu fyrsta tölublaði ársins sem kemur út í febrúar er áherslan í blaðinu á fjölbreyttan hóp kvenfélagskvenna og starf kvenfélaganna víða um land. Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í CrossFit og kvenfélagskona í Hvítabandinu er í forsíðuviðtalinu að þessu sinni og fá lesendur að kynnast lífi þessarar kraftakonu. Eva Michelsen er svo önnur kraftakona sem við fáum að kynnast en Eva er raðfrumkvöðull, ævintýramanneskja, bókhaldsnörd og kvenfélagskona í Kópavogi sem meðal annars rekur Eldstæðið sem er deili- eldhús í Kópavoginum.
Lilja Sverrisdóttir úr Kvenfélaginu Hjálpin í Eyjafjarðasveit segir frá bókinni Drífandi daladísir sem félagið gaf út í tilefni af 100 ára sögu félagsins. Lesendur fá svo að kynnast Hildi Harðardóttur sem er formaður stjórnar kvenna í orkumálum sem segir frá starfinu í félaginu, en hlutverk þess er að stuðla að jafnrétti í orkumálum, efla þátt kvenna og styrkja tengsl kvenna innan orkugeirans....
Lesa nánarÁ döfinni
Húsfreyjan
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2022 fyrir fjögur tölublöð. Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.
Vitundarvakning um fatasóun
Matarsóun
Pilspoki KÍ
Styrktarverkefni ACWW í MALAVÍ
Húfuverkefni KÍ.
Hekluð vagga
Viltu gerast áskrifandi eða gefa áskrift að Húsfreyjunni?
Áskrift að Húsfreyjunni kostar kr. 5900 árið 2022 fyrir fjögur tölublöð. Nú er líka hægt að lesa rafrænar útgáfur á áskriftarvefnum. Þú velur hvort þú vilt Húsfreyjuna á prenti, rafrænt eða bæði.
Blaðið í lausasölu kostar 1990 kr.