Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn, nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Þar hittumst við og íhugum í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og heimili án ofbeldis, öllum börnum til handa. Við hringjum þögnina inn kl. 13:00.
Konur eru hvattar til að taka sig saman og standa saman í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðinum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13:00 á Hvítasunnudag.