“Standing women” er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman, í bókstaflegri merkingu, 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi, komandi kynslóðum til handa. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í 75 löndum. 
Undirrituð samtök kvenna á Íslandi hvetja félagsmenn sína sem og konur á landinu öllu til að taka þátt í þessum viðburði.
Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn, nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Þar hittumst við og íhugum í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og heimili án ofbeldis, öllum börnum til handa. Við hringjum þögnina inn kl. 13:00.
Konur eru hvattar til að taka sig saman og standa saman í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðinum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13:00 á Hvítasunnudag.  
                                                                   
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram samtökin

 

Jóhanna Kristjánsdóttir frá Krikjubóli í Bjarnardal fagnaði 100 ára afmæli sínu 7. maí sl.
Jóhanna er heiðursfélagi Kvenfélags Mosvallahrepps og heimsóttu félagskonur Jóhönnu til Patreksfjarðar í tilefni afmælisins.
Halla Signý Kristjánsdóttir formaður Kvenfélags Mosvallahrepps ávarpaði Jóhönnu fyrir hönd félagsins og las ljóð úr bók Jóhönnu „Hríslurnar hennar Hönnu"
Helga Dóra formaður Kvenfélagasambands Vestfjarða ávarpaði einnig afmælisbarnið og færði henni blóm og þakkir frá sambandinu og einnig góðar kveðjur frá Kvenfélagasambandi Íslands. 

Frásögn og myndir úr afmælinu ásamt ýmsum fróðleik um Kvenfélag Mosvallahrepps er að finna á heimasíðu kvenfélagsins: http://kvenfelagmosvallahrepps.bloggar.is/

 

Kvenfélagsamband Íslands óskar kvenfélagskonum og fjölskyldum þeirra um allt land gleðilegs sumars og þakkar störf kvenfélaganna í vetur.

Munið að skrá ykkur á  á Norrænt þing kvenfélaga sem haldið verður á Akureyri í sumar, sjá nánar auglýsingu vinstra megin á síðunni.

„TAKTU STRIMILINN” Stjórn Kvenfélagasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af afkomu heimilanna vegna verðhækkana, bæði á matvöru og öðrum heimilisvörum.  Erfitt er að fylgjast með og bera saman vöruverð og nokkur brögð eru að því í verslunum að verðmerking sé ekki í samræmi við það sem greitt er á kassa.  Að gefnu tilefni beinir stjórn Kvenfélagasambandsins þeim tilmælum til afgreiðslufólks í matvöruverslunum að það afhendi viðskiptavinum sínum kvittun og strimil fyrir vörukaup. Það hljóta að teljast eðlilegir viðskiptahættir að neytendur hafi tækifæri til að skoða strimilinn og bera saman verð þegar viðskipti eiga sér stað. Jafnframt auðveldar það neytendum vöruskil. Stjórn Kvenfélagasambands Íslands  hvetur neytendur til að vera á varðbergi og  bera saman verð með því að taka strimilinn og fylgjast með.  Það veitir nauðsynlegt aðhald í viðskiptum. 

blomvondur.jpgFimmtudaginn 3. apríl sl. varð kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi 40 ára.  Í tilefni dagsins var haldin vegleg afmælisveisla Í Félagsheimili Seltjarnarness og var forseta og varaforseta KÍ, formanni og varaformanni KSGK og fleiri góðum gestum boðið að koma til veislunnar.  Alls mættu 55 gestir og skemmtu sér saman yfir góðum mat og dansi fram á kvöld.  Stjórn félagsins þakkar þessum skemmtilegu konum komuna og einnig gjafir þær er félaginu bárust.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands