
Á myndinni eru stjórnarkonur Kvenfélags Garðabæjar og starfsfólk LSH.
Konur úr Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði fóru í vel heppnaða ferð til Færeyja þann 28. apríl sl. og dvöldu í Þórshöfn til mánudagsins 31. apríl.
Fóru þær til Runavíkur á Eysturoy sem er vinabær Ísafjarðar og heimsóttu kvenfélagið þar. Voru móttökur höfðinglegar. Bæjarstjórnin bauð Hlífarkonum ásamt konum úr Kongshavnar Kvinnufelagi til hádegisverðar. Kongshavnar Kvinnufelag á veglegt hús í Runavík sem þær leigja bæjarfélaginu undir starfsemi eldri borgara en einnig leigja þær það út fyrir veislur.Hlífarkonur fóru einnig í skoðunarferð til Skálavíkur á Sandoy. Þar hafði orðið mikið tjón á mannvikjum í ofsaveðri sem gekk yfir Færeyjar um mánaðamótin janúar febrúar s.l. Tilefni ferðinnar til Sandoy var það að hópur Kíwanisfélaga frá Ísafirði ætlaði að færa leikskólanum í Skálavík veglega gjöf, en leikskólinn hafði skemmst í óveðrinu. Hlífarkonur fengu að fljóta með í ferðina. Bæjarstjórnin bauð svo öllum til hádegisverðar í félagheimilnu í Skálavík.
Kvenfélagskonur úr Hlíf skoðuðu sig einnig um í Þórshöfn og á hinum forna stað, Kirkjubæ.Feðin var í alla staði hin ánægjulegasta og eru frændur vorir Færeyingar höfðingjar heim að sækja.
Jóhanna Kristjánsdóttir frá Krikjubóli í Bjarnardal fagnaði 100 ára afmæli sínu 7. maí sl.
Jóhanna er heiðursfélagi Kvenfélags Mosvallahrepps og heimsóttu félagskonur Jóhönnu til Patreksfjarðar í tilefni afmælisins.
Halla Signý Kristjánsdóttir formaður Kvenfélags Mosvallahrepps ávarpaði Jóhönnu fyrir hönd félagsins og las ljóð úr bók Jóhönnu „Hríslurnar hennar Hönnu"
Helga Dóra formaður Kvenfélagasambands Vestfjarða ávarpaði einnig afmælisbarnið og færði henni blóm og þakkir frá sambandinu og einnig góðar kveðjur frá Kvenfélagasambandi Íslands.
Frásögn og myndir úr afmælinu ásamt ýmsum fróðleik um Kvenfélag Mosvallahrepps er að finna á heimasíðu kvenfélagsins: http://kvenfelagmosvallahrepps.bloggar.is/
Kvenfélagsamband Íslands óskar kvenfélagskonum og fjölskyldum þeirra um allt land gleðilegs sumars og þakkar störf kvenfélaganna í vetur.
Munið að skrá ykkur á á Norrænt þing kvenfélaga sem haldið verður á Akureyri í sumar, sjá nánar auglýsingu vinstra megin á síðunni.