Í tímaritinu er að þessu sinni fjallað á fjölbreyttan hátt um vellíðan og lífsstíl.   Forsíðuviðtalið er við Önnu Elísabetu Ólafsdóttur sem hefur gengt embætti forstjóra Lýðheilsustöðvar. Í tímaritinu er einnig viðtal við Elínu Ebbu Ásmundsdóttir iðjuþjálfa og lektor við Háskólann á Akureyri sem hefur unnið að fjölmörgum verkefnum sem snúa að geðheilsu. Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar um gildi fitu í fæðu. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari skrifar um vefjagigt og lesendur fá góð ráð frá Jónu Björgu Sætran menntunarfræðingi. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um fjölbreyttan Sælkeraþátt og Helga Jóna Þórunnardóttir og Ásdís Birgisdóttir sjá um glæsilega handavinnuþætti með sérhönnuðum verkefnum.

Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 58 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.

Meðal efnis í blaðinu er athyglisvert viðtal við Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söngkonu og stjórnanda Léttsveitar Reykjavíkur og barna-, og unglingakóra Bússtaðakirkju. Í tímaritinu er einnig viðtal við Birnu Óla í Grindavík sem er húsfreyja í Svefneyjum á Breiðafirði, Sveinsstöðum í Grímsey og svo að sjálfssögðu í Grindavík. Póstkortið kemur frá Þorbjörgu Arnórsdóttur á Þórbergssetrinu, Hala í Suðursveit. Rætt er við Helgu Dóru Kristjándóttur á Tröð í Önundarfirði sem er gjaldkeri sýslumannsins á Ísafirði, skógarbóndi, sauðfjárbóndi og formaður Sambands vestfirskra kvenna. Sigurlaug Margrét Jónasardóttir sér um fjölbreyttan Sælkeraþátt sem inniheldur bæði bökur, grillrétti og ítalska rétti. Helga Jóna Þórunnardóttir og Ásdís Birgisdóttir sjá um glæsilega handavinnuþætti með sérhönnuðum verkefnum. Þar eru m.a. uppskriftir af ungbarnasetti, útsaumi í flíkur, heklaðri stelpupeysu og armbandi og glæsilegri heklaðri tösku.

Húsfreyjan fæst víða í bókaverslunum og í áskrift hjá K.Í. á Hallveigarstöðum sími: 551 7044 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íslenskar konur hafa gefið Húsfreyjuna út samfellt í 58 ár, ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu.

Kvenfélagasambandið hefur hafið sölu á gjafabréfum til stuðnings fjölskyldum í Asíu sem urðu illa úti í flóðunum á annan í jólum 2004.
Gjafabréfin eru staðfesting á því að viðkomandi hafi keypt eitt geitapar en geitur nýtast mjög vel á þessu svæði, bæði fæst af þeim kjöt og mjólk.
Eitt geitapar kostar 5000 kr,- og er hægt að kaupa fleiri en eitt par. Tilvalið er að gefa geitapar í afmælis-og tækifærisgjafir. Gjafabréfin fást á skrifstofu KÍ.

Styrkirnir voru afhentir í húsnæði Vesturafls á Ísafirði.
Styrkurinn sem hvort félag um sig fær nemur 100.000 krónum.
Vesturafl er miðstöð fyrir fólk sem býr við skert lífsgæði, m.a. vegna geðsjúkdóma eða langtíma atvinnuleysis.
Sólstafir eru systursamtök Stígamóta á Ísafirði.
Frétt af bb.is

"Bændasamtök Íslands komust óvænt og óumbeðið í sviðsljós fjölmiðla í síðustu viku þegar umræðan um boðaða heimsókn aðstandenda klámsíðna á netinu til Íslands stóð sem hæst. Endahnútinn á þá deilu batt stjórn BÍ þegar hún samþykkti að neita þessum gestum um gistingu og aðra þjónustu á Hótel Sögu, að höfðu samráði við fyrirtækið sem starfrækir hótelið.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands