Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir opnu húsi á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík á konudaginn, sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17. Fundurinn er öllum opinn og eru konur sérstaklega boðnar velkomnar. Dagskrá: 1. Erindi: Kvennaheimilið Hallveigarstaðir og starfsemi félaganna þar. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. 2. Erindi: Máttur tengslanets kvenna. Sofía Johnson, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri. 3. Erindi: BPW klúbburinn í Reykjavík (Business and Professsional Women) Ingunn Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri BPW klúbbsins. 4. Söngur: Félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngja nokkur lög. Veitingar.

Evrópuþing ACWW – Women Winning for Planet Earth – haldið í Southampton University í Hampshire, Englandi 1.-5. september 2008 Skráning og greiðsla ráðstefnugjalds fer fram hjá Kvenfélagasambandi Íslands sem einnig veitir allar frekari upplýsingar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að panta flugfar til London en sameiginleg ferð verur með lest frá London til Southampton eftir hádegi þann 1. september nk. Á skrifstofu KÍ er veitt aðstoð við að panta flugfar sé þess óskað.

Kvenfélagasamband Íslands minnir formenn héraðs og svæðasambanda KÍ á að formannaráðsfundur verður haldinn 7.-8. mars nk. að Stöng í Mývatnssveit. Fundarboð hefur verið sent til formanna héraðs og svæðasambanda.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands