Sigurlaug Viborg forseti KÍ setti 35. landsþing Kvenfélagasambands Íslands við hátíðlega athöfn í Vatnasafninu í Stykkihólmi í dag að viðstöddum um 120 kvenfélagskonum sem sitja þingið.

Ester Gunnarsdóttir varaformaður Kvnefélagasambands Snæfells og Hnappadalssýslu bauð þinggesti velkomanar, en sambandið er gestgjafi þingsins að þessu sinni.
Verndari Kvenfélagasambands Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands flutti ávarp, kom hann víða við og sagði m.a. að þótt síðari tímar hafi kollvarpað ýmsu og öðru breytt þá þyrfti samfélagið enn ríkulega á framlagi kvenfélagskvenna að halda, einmitt nú þegar þjóðin kallar eftir gömlum og góðum gildum sem áður reyndust farsælt veganesti, leiðsögn á erfiðum tímum.

Tónlistarmenn af Snæfellsnesi stjórnuðu fjöldasöng og spiluðu undir og bæjarstjóri Stykkishólms, Erla Friðriksdóttir ávarpaði gesti og fræddi þá um Vatnasafnið. Léttar veitngar voru í boði bæjarstjórnar Stykkishólms.

Þingfundur hófst kl. 14.15 í Hótel Stykkishólmi, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var þingfundi frestað kl. 17.30

Um kvöldið bauð Kvnefélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu þingfulltrúumí í kvöldverð og siglingu um lygnan Breiðafjörðinn.

 

Dagana 26. - 28. júní nk. verður 35. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Hótel Stykkishólmi, á þingið eru skráðar á annað hundrað konur af öllu landinu.

Gestgjafi þingsins er Kvenfélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu (KSSH) sem kemur að undirbúningi þingsins með Kvenfélagasambandi Íslands .
KSSH býður þingfulltrúum m.a. upp á kvöldverð og siglingu um Breiðafjörð.

Dagskrá þingsins er að finna hér til vinstri.

Á Hallveigarstöðum efna Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélag Íslands til móttöku og hátíðardagsrkár kl. 17.00 - 19.00

Ávörp flytja:

Margrét K. Sverrisdóttir fomraður KRFÍ
Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis
Margrét Steinarsdóttir framkv.stj. Alþjóðahúss
Lára Ómarsdóttir ritstjóri 19. júní
Sabine Leskopf formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynnir nýjan bækling samtakanna
Tilkynnt verður um úthlutanir úr Menningar- og minningarsjóði kvenna fyrir árið 2009

Fundarstjóri, Sigurlaug Viborg forseti Kvenfélagasambands Íslands

Allir velkomnir   

Kvennakirkjan heldur messu við Þvottalaugarnar í Laugardal kl. 20.00 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands.

Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar.
Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.
Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

 Allir velkomnir

Nú stendur yfir Norrænt þing kvenfélaga í Stavanger í Noregi.

Þingið sækja fulltrúar frá Norðurlöndunum og Færeyjum, 16 fulltrúar frá Íslandi sitja þingið, þar af 2 fulltrúar frá Kvenfélagasambandi íslands, þær Sigurlaug Viborg forseti og Ása Atladóttir ritari.

Dagana 26. - 28. júní nk. verður Landsþing Kvenfélagasambands Íslands haldið í Hótel Stykkishólmi, á þingið eru skráðar á annað hundrað konur af öllu landinu.

Gestgjafi þingsins er Kvenfélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu (KSSH) sem kemur að undirbúningi þingsins með Kvenfélagasambandi Íslands .
KSSH býður þingfulltrúum m.a. upp á mat og siglingu um Breiðafjörð.

Dagskrá þingsins er að finna hér til vinstri.

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafærni verður haldið í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 1miðvikudaginn 13.maí nk.

Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur til kl. 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. 

Farið er í ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, þ.e. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er kennt ýmislegt sem við kemur fundahöldum eins og fundareglur, boðun funda, fundaskipan, dagskrá funda, umræður, meðferð tillagna, kosningar o.fl.. 

Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Sigurði í síma 861-3379 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands