40. landsþing Kvenfélagasambands Íslands
á Ísafirði 11. – 13. október 2024
Athugið að nú er uppselt á þingið!! Eingöngu hægt að skrá sig á biðlista ef einhver skyldi forfallast eða afskrá sig fyrir 24. september
hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ sem aðstoðar ykkar. s: 5527430 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Eftir 24. september verður ekki hægt að fá skráningargjald endurgreitt. Eftir þann tíma er eingöngu hægt að gera nafnabreytingu.
Dagskrá
Föstudagur 11. október
16:00 - 17:30 Skráning þátttakenda og afhending gagna (Hótel Torg – Logni)
15:00 - 16:30 Formannaráðsfundur (formenn héraðssambanda KÍ) í Edinborgarhúsinu
18:00 Þingsetning í Ísafjarðarkirkju
- Prestur: Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir
- Ávörp:
- Gyða Björg Jónsdóttir formaður SVK
- Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ
- Kvennakór Ísafjarðar syngur
19:30 – 21:00 Móttaka í Edinborgarhúsinu í umsjón gestgjafa SVK
Laugardagur 12. október
8:30 Skráning og afhending gagna í Edinborgarhúsinu
9:00 Þingfundur hefst í Edinborgarhúsinu
- Kosning embættismanna þingsins
- Skýrslur og umræður
- Mál lögð fyrir þingið, ályktanir og lagabreytingar
10:15 – 12:00 Vinnustofa og fyrirlestur
- Íslenski þjóðbúningurinn
- 100 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands
- Kvennaárið 2025
12:00 Hádegisverður
13:00 Þingfundi framhaldið
- Húsfreyjan 75 ára
- Kynning frambjóðenda til embætta KÍ
14:00 Valkyrjur milli fjalls og fjöru
Fyrirlestrar um þema þingsins í boði SVK
- Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.
- Er byggðaþróun karlamál?
- Anna Jörundsdóttir Dropi
- Lúxuslýsisframleiðsla í Bolungarvík
- Dóra Hlín Gísladóttir - Kerecis
- Nýsköpun á landsbyggðinni – Reynslusaga
- Íris Ösp Heiðrúnardóttir listakona Netagerðinni á Ísafirði.
- YOGER - jógaspil fyrir heimaiðkun
- Umræður og fyrirspurnir
16:00 Frjáls tími síðdegis til að skoða sig um í bænum, nánar kynnt á þingstað
Kvölddagskrá og hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu Bolungarvík
18:30 Rútur byrja að fara frá Hótel Torgi í Félagsheimilið Bolungarvík
19:30 Fordrykkur
20:00 Hátíðarkvöldverður og dagskrá í boði SVK í Félagsheimilinu Bolungarvík
24:00 Rútur fara frá Bolungarvík til Ísafjarðar
Sunnudagur 13. október
09:00 Komum okkur í gang, umsjón: Matthildur Helgadóttir Jónudóttir
09:30 Umræður og erindi
- Stuðningur við konur af erlendum uppruna
- Einsemd og einmanaleiki
11:00 Þingfundi framhaldið
- Tímasetning 41. landsþings KÍ árið 2027 ákveðin
- Umræður, niðurstöður og ályktanir
- Kosningar í embætti KÍ
- Önnur mál
13:00 Þingslit
13:15 Hádegisverður og heimferð
Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar
Þátttökugjald á 40. landsþingi Ísafirði 11. - 13. október 2024
Verðskrá:
Þinggjald án gistingar: 41.500 kr. uppselt! En hægt að skrá sig á biðlista.
Gisting á Hótel Horni og Hótel Torgi - Uppselt á Torgi og Horni
Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði:
Tveggja manna herbergi 26.000 kr með þinggjaldi alls: 67.500 kr
Þriggja manna herbergi 23.000 kr með þinggjaldi alls: 64.500 kr
Gisting í Gamla gistiheimilið
Verð pr. mann í tvær nætur með morgunverði: Uppselt á Gamla gistheimilinu
Tveggja manna herbergi 20.000 kr með þinggjaldi alls. 61.500 kr
Þriggja manna herbergi 17.500 kr með þinggjaldi alls: 59.000 kr
Tilgreina skal herbergisfélaga þegar pantað er.
Pantað er á síðunni hér til hliðar merkt Skráning.
Einnig er í boði að panta sérstaklega gistingu í stærri herbergi 4 manna – 7 manna á Gistiheimilinu og á Hosteli Ísafjarðar. Hentar vel fyrir hópa. Gisting pr. mann frá kr. 16.000 kr. í tvær nætur. Hafa skal samband við Jenný á skrifstofu KÍ til að panta í þau herbergi. Sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafið samband í síma: 552 7430. Til að tryggja sem flestum gistingu er ekki í boði að panta einstaklingsherbergi. Athuga nægt laust á Hostelinu. Hafið samband til að panta það. er ekki á skráningarsíðunni.
Fimm herbergi eru í Hostelinu að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Gistiheimilinu á Mánagötu 5.
Í fjórum herbergjum á Hosteli Ísafjarðar er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum. Tvö fjögurra manna, eitt þriggja manna, eitt tveggja manna og 1 sjö manna.
Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg.
Allir þeir sem kaupa gistingu í gegnum KÍ eru með innifalin morgunmat sem er borin fram á Hótel Torgi frá klukkan 07.00- 09:00
Innifalið í þinggjaldinu er seta á landsþinginu, þinggögn, málsverðir, hátíðarkvöldverður og annað það sem skráð er í dagskrá landsþingsins.
Athugið að greiðsla er staðfesting á þátttöku og herbergjapöntun
Skráning skal berast fyrir 24. september 2024.
Athugið! Ekki verður hægt að fá endurgreiðslu þátttökugjalds eftir 24. september 2024. Eftir þann tíma er eingöngu möguleiki á nafnabreytingu sem skal sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gestgjafar þingsins eru konur í Sambandi vestfirskra kvenna.
Allar kvenfélagskonur innan KÍ eru velkomnar á landsþingið