Skilmálar Húsfreyjunnar og persónuverndarupplýsingar

Ársáskrift  kostar 5900 krónur m/vsk greidd með greiðslukorti eða með kröfu í banka. Verðskrá getur breyst og er þá tilkynnt í 4. tbl. Greiðslur með greiðslukorti fara í gegnum viðurkennda greiðslugátt Borgunar.  Hægt er að segja upp áskrift hvenær sem er með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með símtali, eða á annan sannanlegan hátt á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands. Uppsögn gildir frá og með næstu áramótum. Áskrift og aðgangur að áskriftarvef er opin á meðan áskrift er greidd og gildir út það ár sem er greitt.

Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa þar til henni er sagt upp, breytingar á heimilisfangi skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Áskrifanda er óheimilt að nýta efni úr blaðinu nema til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er. Áskrifandi heitir því að deila ekki aðgang að áskriftarvef með þriðja aðila.

Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með heiðarleika og sanngirni að leiðarljósi, en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Tímaritið er sent í pósti með Póstinum á heimilisfang áskrifanda.  Greitt er fyrir eitt ár í senn og eru fyrri tölublöð ársins send til nýs áskrifanda svo fljótt og kostur er. Sendingarkostnaður er innifalin í verði áskriftar. Aðgangur að rafræna áskriftarvefnum er sendur með tölvupósti til áskrifenda.

Húsfreyjan - tímarit áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á á netslóðinni www.husfreyjan.is. Kynnt skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifanda til þess að segja samningi upp án frekari fyrirvara vegna breytinganna.

Persónuverndarupplýsingar / Trúnaður

Gögn þau sem áskrifandi veitir Húsfreyjunni – timarit í té eru eingöngu nýtt til að hafa samband beint við áskrifanda vegna áskriftarinnar. Engar persónuupplýsingar eru afhentar þriðja aðila.

Húsfreyjan - tímarit

Túngata 14, 101 Reykjavik - Íslands

  552 7430
  husfreyjan@kvenfelag.is


kt.  610486-1269
Vsk. nr:  11442

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands