Erlent samstarf

Kvenfélagasamband Íslands er aðili að  Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna, ACWW.

Alþjóðasamband dreifbýliskvenna
Associated Country Women of the World - ACWW, Alþjóðasamband dreifbýliskvenna (ACWW) var stofnað árið 1929 (hét áður Alþjóðasamband húsmæðra)  KÍ gerðist aðili að ACWW árið 1980. ACWW heldur alþjóðaþing á þriggja ára fresti, Alþjóðaþing var haldið í Englandi í ágúst 2016. Heimsþing ACWW var svo í Melbourne í Ástralíu í april 2019. Siðasta Alheimsþing ACWW var haldið í Kuala Lumpur í Malasíu, þangað fóru 11 Íslendingar
Fulltrúaráðsfundir eru haldnir tvisvar á milli þinga og svæðisþing Evrópusambands ACWW eru haldin á þriggja ára fresti. Vorið 2014 var svæðisþing í Bergen í Noregi og þar áður í Dublin á Írlandi árið 2011. Evrópuþing var haldið í Tirgu Mures í Rómaníu i september 2017 og í Glasgow 2022, 18 konur mættu frá Íslandi.
Um 9 milljónir kvenna í 70 löndum um allan heim eru meðlimir í ACWW, hafa samtökin staðið að mörgum þörfum og merkum málefnum, eitt af því er stuðningur við konur í s.k. þróunarríkjum. 

 

Norrænu kvennasamtökin NKF  1919-2022
Nordens Kvinneforbund - NKF (hét áður Nordens husmoderforbund) Norrænu kvennasamtökin voru stofnuð árið 1919 og gekk KÍ til liðs við þau árið 1949. Norðurlöndin skiptast þar á formennsku, sökum fjárskorts tók Ísland þó ekki við formennsku fyrr en árið 1976 er Sigríður Thorlacius, þáverandi forseti KÍ, varð formaður samtakanna. Á árunum 1996-2000 var Drífa Hjartardóttir þáverandi forseti KÍ formaður þeirra. Árið 2016 tók Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ við formennsku samtakanna og var formaður þeirra þar til samtökin voru formlega lögð niður árið 2021 á norrænu þingi í Reykjanesbæ. 
Árlega er haldið sumarþing NKF, þar er tekið á þeim málefnum sem NKF og aðildarsamtök þeirra láta sig varða. 

Á Norrænu þingunum gefst gott tækifæri til að kynnast Norrænum kvenfélagskonum og starfi kvenfélaga þeirra. 
Lagt er upp með að umhverfi þess staðar sem þingið er haldið á sé kynnt fyrir þátttakendum og farnar kynnisferðir um nágrenni staðarins. Oftast er þinggestum boðið á í heimsókn á heimili kvenfélagskvenna til að efla og styrkja kynni milli þeirra.
Þingin eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum.
Sumarið 2008 var NKF þing haldið á Akureyri, yfirskrift þess var, „Fleiri karla í kvennaliðið”- jafnrétti - heilsa - hannyrðir.
Sumarið 2012 var NKF þingið haldið í Reykjavík, yfirskrift þess var: Kraftur kvenna!
Sumarið 2016 var NKF þingið haldið í Vestmannaeyjum, yfirskrift þess var „Lifað í sátt við náttúruna".
Sumarið 2021 var síðasta formlega NKF þingið haldið í Reykjanesbæ, yfirskrift þess var:  „Grænni skref – bjartari framtíð.  Konur, loftslag og kraftur jarðar."
 
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands