Kvenfélagasamband Kópavogs stendur fyrir léttri göngu í tilefni Kópavogsdaga laugardaginn 9. maí. Lagt verður af stað kl:11.00  frá Hamraborg 10 sunnan til við húsið.

Allir velkomnir.

Basar kvenféalgs Kópavogs og sýning á bútasaum félagskvenna verður í sal Kvenfélagsins að Hamraborg 10 í Kópavogi kl. 13.00 - 17.00
Bakkelsi, prjónles, bútasaumur og margt fleira verður til sölu á basarnum. Allur ágóði rennur til góðra málefni.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar nýsamþykktum lögum frá Alþingi er gera kaup á vændi refsiverð.

Mannslíkaminn er ekki söluvara og óásættanlegt er að hægt sé að nýta sér neyð fólks til að kaupa aðgang líkama þess.
Vændi er ein birtingarmynd kynferðisofbeldis sem Kvenfélagasambandið hefur barist gegn um langt skeið og er lagasetningin  mikilvægur áfangi í þeirri baráttu.

Kvenfélagasamband Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi standa nú fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna kvenfélaga á landinu sem og annarra félaga kvenna.

husfreyjan0109.jpg Í dag kemur út fyrsta tölublað sextugasta árgangs Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands. 

Húsfreyjan er nútímalegt, jákvætt og hvetjandi tímarit sem er hluti af menningu og sögu þjóðarinnar allrar
og hefur nú í sex áratugi varðveitt og endurspeglað á einstakan hátt íslenska kvennasögu. 

Afmælinu verður fagnað í sal Hallveigarstaða í dag kl. 17.00

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands