Kvenfélagasamband Íslands, fyrir hönd kvenfélaganna í landinu og vegna Húfuverkefnis KÍ hlaut tilnefningu til
Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem afhennt voru í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn í gær, 11. mars.
Önnur samtök sem tilnefnd voru til sömu verðlauna eru, Bergmál, Hjálparstarf kirkjunnar, Vímulaus æska og
Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hlaut verðlaunin.
 
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær, markmiðið með veitingu þeirra er að beina
kastljósinu að verkum fólks sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara
sinna og öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu.

Kvenfélagasambandið er þakklátt og stolt yfir að hafa verðið í hópi þeirra sem tilnenfdir voru
og óskar kvenfélagskonum á Íslandi innilega til hamingju með tilnenfinguna og Slysavarnarfélaginu fyrir verðskuluð verðlaun.

 

Sjá leiðara Steinunnar Stefánsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins í tilefni af veitingu Samfélagsverðlaunanna false 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti - 8.mars

 VIÐ GETUM BETUR

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
mánudaginn 8.mars 2010 kl.17-18.30

María S. Gunnarsdóttir - Framlag okkar til friðvænlegri heims.
Þórdís Elva Þorvaldsd. Bachmann - Kynbundið ofbeldi.
Helga Sif Friðjónsdóttir - Heilsugæsla fyrir jaðarhópa.
Barbara Kristvinsson - Við getum betur.
Andrés Ingi Jónsson - Framtíð ófæddra barna.
Guðrún Hallgrímsdóttir - Hælisleitendur, hvað getum við gert?
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir - Konur og fjölmiðlar.

Kvennakór við Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.

fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

8.marsfundir eru þekktir fyrir að vera kraftmiklir og mál stundum skoðuð frá
nýju sjónarhorni.

Fundurinn er öllum opinn.

Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og
Kvenréttindafélag Íslands bjóða til kaffifundar á Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík
á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00-17.00

Dagskrá:

• Kynning á átakinu Öðlingurinn (www.odlingurinn.is)
• Kvennafrídagurinn 25. október 2010: Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRFÍ
• Húfuverkefni Kvenfélagasambands Íslands: Sigurlaug Viborg, forseti KÍ og Guðrún Eggertsdóttir, yfirljósmóðir á LSH kynna
• Útigangsfólk í Reykjavík: Helga Þórey Björnsdóttir mannfræðingur kynnir rannsókn sína

Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ


Allir hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir

 

  Húfuprjónakaffi KÍ verður haldið öðru sinni að Hallveigarstöðum miðvikudagskvöldið 17. febrúar nk. kl. 20:00 - 22.00

Allir eru velkomnir að mæta með prjónana og eiga saman notalega kvöldstund við prjónaskap
Húfuverkefni KÍ verður kynnt og aðstoð veitt við húfuprjón.
Takið gjarna með kambgarn og prjóna nr. 2,5 -3

Heitt verður á könnunni.

Enginn aðgangseyrir.

Í tilefni dagsins verður opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum,
Túngötu 14  kl. 17 - 19 á afmælisdaginn en stutt hátíðadagskrá hefst kl.18.  
Boðið verður upp á kaffi og kökur að gömlum íslenskum sið. 
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og eru konur hvattar til að koma 
og kynna sér störf kvenfélagnna og leggja þeim lið. 

Kvenfélagskonur um land allt munu halda uppá afmælið hvert með sínum hætti á
afmælisárinu. Aðalverkefni afmælisársins er Húfuverkefni KÍ sem snýst um að
kvenfélagskonur prjóna húfur, sem allir nýburar sem fæðast á Íslandi á
afmælisárinu fá að gjöf, ásamt hlýrri kveðju frá KÍ. 
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands