Opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, laugavegi 162
Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er „Konur og kvenfélög“ en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins www.skjaladagur.is er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Þjóðskjalasafn Íslands verða með sameiginlegt opið hús á Norrænum skjaladegi laugardaginn 14. nóvember 2009. Opna húsið verður í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, kl. 11.00 til 15.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir.
Söfnin verða með sýningar á skjölum sem tengjast þema dagsins "Konur og kvenfélög", boðið verður upp á spennandi fyrirlestra og kynningar á vefum, kaffiveitingar, fræðslu og sitthvað verður gert fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.