Stjórn kjörin á landsþingi í Stykkishólmi.
Stjórnina skipa:
Sgurlaug Viborg forseti,
Una María Óskarsdóttir varaforseti,
Ása Steinunn Atladóttir ritari,
Margrét Baldursdóttir gjaldkeri,
Ester Gunnarsdóttir meðstjórnandi,
Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir varastjórn og
Ásthildur Thorsteinsson varastjórn.
35. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í Stykkishólmi dagana 26.-28. júní sl.
Yfirskrift þingsins var „Konur kalla á jákvæð gildi -aukna umhverfisvitund og skemmtileg kvenfélög”
Þingið var haldið í miklu blíðskaparveðri og skartaði Stykkishólmur sínu fegursta þá daga sem þingið stóð yfir. Á það einnig við um heimamenn, þjónustuaðila og aðra sem áttu þátt í að þingið var bæði glæsilegt og vel heppnað. Gestjafi landsþings að þessu sinni var Kvenfélagasamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Þingið sóttu um 120 konur af öllu landinu.
Á hátíðarkvöldverði 35. landsþings Kvenfélagasambands Íslands sl.laugardagskvöld voru þær Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi forseti KÍ, Helga Guðmundsdóttir, einnig fyrrverandi forseti KÍ og Kristín Guðmundsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri KÍ kjörnar heiðursfélagar Kvenfélagasambands Íslands. Allar hafa þær lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum fyrir Kvenfélagasambandið. Forseti KÍ Sigurlaug Viborg lýsti kjörinu og afhenti þeim Drífu og Kristínu heiðursskjöl og heiðursmerki KÍ. Helga var ekki stödd á þinginu.