110 ára Ævintýri
Kvenfélagasambandið Marttalitto, sem hefur á að skipa u.þ.b. 40.000 konum héldu upp á 110 ára afmæli sambandsins núna 10.10.2009. Í því tilefni var formönnum allra Norðurlanda-samtakanna boðið að vera viðstaddir mikil hátíðahöld. Og þá meina ég að bjóða, því þær greiddu allan ferðakostnað, gistingu og uppihald þá tvo sólarhringa sem ferðin tók gestina.
Petra Högnäs frá FINNLANDS SVENSKA MARTHAFÖRBUND í Finnlandi sem nú stödd hér á landi var gestur á fundi Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum 24. september sl.
Petra sagði frá starfssemi Marthaförbundets og verkefni sínu innan þess sem er að fá fleiri konur til liðs við kvenfélögin. Petra sem talar góða íslensku svaraði einnig fyrirspurnum fundargesta.
FINNLANDS SVENSKA MARTHAFÖRBUND er fyrir sænskumælandi Finna í Finnlandi, sem eru um 5% finnsku þjóðarinnar eða um 300.000. Marthaförbundet er sambærilegt Kvenfélagasambandi Íslands og hefur um 10.000 félagskonur í 450 kvenfélögum sem mynda 13 héraðssambönd. Marthaförbundet er treyst fyrir miklu menntunarstarfi í finnsku samfélagi og hefur eru 16 starfsmenn í 12-13 stöðugildum. Frekari upplýsingar um Marthaförbundet er að finna á heimasíðu samtakanna http://www.marthaforbundet.fi
Stjórn kjörin á landsþingi í Stykkishólmi.
Stjórnina skipa:
Sgurlaug Viborg forseti,
Una María Óskarsdóttir varaforseti,
Ása Steinunn Atladóttir ritari,
Margrét Baldursdóttir gjaldkeri,
Ester Gunnarsdóttir meðstjórnandi,
Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir varastjórn og
Ásthildur Thorsteinsson varastjórn.