Petra Högnäs frá FINNLANDS SVENSKA MARTHAFÖRBUND í Finnlandi sem nú stödd hér á landi var gestur á fundi Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum 24. september sl.
Petra sagði frá starfssemi Marthaförbundets og verkefni sínu innan þess sem er að fá fleiri konur til liðs við kvenfélögin. Petra sem talar góða íslensku svaraði einnig fyrirspurnum fundargesta.
FINNLANDS SVENSKA MARTHAFÖRBUND er fyrir sænskumælandi Finna í Finnlandi, sem eru um 5% finnsku þjóðarinnar eða um 300.000. Marthaförbundet er sambærilegt Kvenfélagasambandi Íslands og hefur um 10.000 félagskonur í 450 kvenfélögum sem mynda 13 héraðssambönd. Marthaförbundet er treyst fyrir miklu menntunarstarfi í finnsku samfélagi og hefur eru 16 starfsmenn í 12-13 stöðugildum. Frekari upplýsingar um Marthaförbundet er að finna á heimasíðu samtakanna http://www.marthaforbundet.fi