Jólafundur KÍJólafundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða kl. 17 föstudaginn 18 nóvember nk. 

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eftir því sem húsrúm leyfir, eru boðnar velkomnar. Boðið verður uppá kaffiveitingar og hefðbundna jólafundardagskrá.
Munið jólahappdrættið.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en fimmtudaginn 17. nóvember n.k. í síma 552 7430 eða á tölvupóstfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með tilkomu nýrrar stólalyftu er aðgengi er fyrir alla niður í salinn!

Hátt á annað hundrað manns, konur og karlar, lagði leið sína í Kvennaheimilið Hallveigarstöðum í dag á alþjóðlega beinverndardeginum. 
Tilefnið var að fræðast um beinheilsu. Halldóra Björnsdóttir flutti fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir og hægt var að láta mæla hjá sér beinþéttni. Mjólkursamsalan, aðal styrktaraðili Beinverndar, bauð uppá kalríkar veitingar, osta, ostakökur og ýmiskonar skyr og próteindrykki.
Kvenfélagasambandið þakkar Beinvernd samstarfið og gestunum fyrir komuna og hvetur fólk til að huga að beinheilsu sinni og taka áhættupróf um beinþynningu sjá hér

Umhverfissýning FENÚR og umhverfisstofnunar undir yfirskriftinni Saman gegn sóun fer fram 9. og 10. september í Perlunni. Kvenfélagasamband Íslands og fleiri félagasamtök verða á staðnum ásamt fjölmörgum fyrirtækkjum sem taka þátt í sýningunni þar sem þau munu kynna sínar vörur og hugsjón. Markmið sýningarinnar er að efla umhverfisvitund, minnka sóun og auka endurvinnslu. 
Samtökin halda ásamt Umhverfisstofnun úti vefnum matarsoun.is með fræðslu og hvatningarefni gegn matarsóun.

Sýningin opnar kl. 14.00 föstudaginn 9. sept og verður opin til kl. 18.00
kl. 14:30 flytur Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlyndaráðherra ávarap og setur sýninguna formlega:
Sýningin verður opin  laugardag 10. september kl. 12:00-17:30. 

Þetta verður sannkölluð fjölskylduupplifun.
Verið velkomin
Aðgangur er ókeypis. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands