Aðventu og jólablað Húsfreyjunnar er komið út, glæsilegt að vanda.
Blaðið er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. Í blaðinu er áhugavert viðtal við Önnu Katarzynu Wozniczku formann Félags kvenna af erlendum uppruna og kvenfélagskonu í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Ásta Price sem ólst upp í Suður-Afríku en býr í Mývatnssveit segir sögu sín og Dagný Finnbjörnsdóttir kvenfélagskona í Hnífsdal og nýr formaður Sambands vestfirskra kvenna segir lesendum frá sínu líf en hún rekur tískverslun og er í háskólanámi.
Í Húsfreyjunni er glæsilegur matarþáttur með uppskriftum Helenu Gunnarsdóttur og vandaður handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem englar, sjöl, vetlingar og ljósaseríur eru í aðalhlutverki.