HúsfreyjanÍ tímaritinu er kynnt Ljóðasamkeppni sem Húsfreyjan efnir til í vetur. Nú er um að gera að taka þátt, yrkja ljóð og senda inn eða taka áður óbirt ljóð upp úr skúffunni, dusta af þeim rykið og senda í keppnina. Í blaðinu er áhugavert og hrífandi viðtal við Katrínu Halldóru leikkonu sem leikur Elly í sýningu Borgaleikhússins sem hlotið hefur einróma lof.  Kristín Linda ritstjóri fjallar um danska lífsstílinn að hygge, hafa það huggulegt, sem verkur nú heimsathygli og dregur fram níu hygge ráð til að njóta í vetur. Jenný hjá Leiðbeiningastöð heimilanna fjallar um súrdeigsbakstur sem er nú ævinsælli og Kristín Aðalsteinsdóttir um grænmeti og fæðu.  Matarþátturinn er að þessu sinni með ýmiskonar forvitnilegum uppskriftum úr sauðfjárafurðum, þar á meðal spennandi sviðasúpu. Í handavinnuþættinum fær huggulegt prjón gott vægi með prjónuðu teppi, púða, peysu og sokkum en þar er líka útsaumur.  Rætt er við Gunnhildi sem stýrt hefur, Göngum saman, verkefninu í tíu ár og fjallað um afmæli Kvennaheimilisins Hallveigarstaða sem eru 50 ára í ár. Sagt er frá starfi Kvenfélagasambands Íslands meðal annar þáttöku í norrænu samstarfi og fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Húsfreyjan er gefin út af Kvenfélagasambandi Íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Kvenfélagasambandinu til dæmis í gegnum heimasíðuna kvenfelag.is.

Ályktanir frá sumarþingi Norrænna kvenfélaga (NKF) sem haldið var í Sandefjord, Noregi, dagana 16.-18. júní 2017 þar sem þemað var „Matarlyst“

 Meðvitaðir neytendur geta dregið úr matarsóun

Sumarþing Norrænna kvenfélaga (NKF) haldið í Sandefjord, Noregi, dagana 16.-18.6.2017 krefst þess að yfirvöld í norrænu löndunum sjái til þess að máltíðir sem framreiddar eru af opinberum aðilum séu öruggar til neyslu og uppfylli siðferðilegar og vistfræðilegar kröfur. Neytendur eiga að hafa aðgang að hreinu hráefni, maturinn á að vera öruggur til neyslu og án aukaefna. Umbúðir matvæla eiga að hafa læsilegar upplýsingar um innihaldsefni matarins og það á að vera auðvelt að skipuleggja matseðil sem er góður fyrir bæði umhverfi og heilsu fólks.

Á heimsvísu séð er framleiddur nægilegur matur fyrir alla, yfir 5000 kkal á mann á dag. Sú framleiðsla hefur áhrif bæði á umhverfi og efnahagslíf heimsins. Dreifing matarins er hins vegar vandamál. Vegna sóunar í framleiðslu og dreifingu fer helmingur framleiðslunnar til spillis á leið til neytenda. 

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2017. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.

Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.

Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 18.september 2017 til Jafnréttisráðs á netfangið jafnretti[at]jafnretti.is

Sjá auglýsingu Jafnréttisráðs

Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Ísland og formaður NKF ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og konu hans Elizu Reid.

Það var fjölmenni á 50 ára afmælishátíð Hallveigarstaða sem fór fram í gær þann 19. júní. Boðið var upp á söng, stutt ávörp og kampavín ásamt góðum veitingum. Mikil gleði var meðal allra gesta og greinilegt að Hallveigarstaðir hafa snert við fjöldann allan af konum á þessum 50 árum.  Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpaði gesti og Guðni Th. Jóhannesson flutti kveðju til hússins, sem sjá má hér.  Hússtjórn Hallveigarstaða afhenti gjöf til Veraldar - húss Vigdísar Finnbogadóttur.  Ragnheiður Gröndal söng fyrir gesti.   Sjá fleiri myndir á facebook síðu Kvenfélagasambands Íslands.

Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Ísland og formaður NKF ásamt Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og konu hans Elizu Reid.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands