Ályktanir frá sumarþingi Norrænna kvenfélaga (NKF) sem haldið var í Sandefjord, Noregi, dagana 16.-18. júní 2017 þar sem þemað var „Matarlyst“
Meðvitaðir neytendur geta dregið úr matarsóun
Sumarþing Norrænna kvenfélaga (NKF) haldið í Sandefjord, Noregi, dagana 16.-18.6.2017 krefst þess að yfirvöld í norrænu löndunum sjái til þess að máltíðir sem framreiddar eru af opinberum aðilum séu öruggar til neyslu og uppfylli siðferðilegar og vistfræðilegar kröfur. Neytendur eiga að hafa aðgang að hreinu hráefni, maturinn á að vera öruggur til neyslu og án aukaefna. Umbúðir matvæla eiga að hafa læsilegar upplýsingar um innihaldsefni matarins og það á að vera auðvelt að skipuleggja matseðil sem er góður fyrir bæði umhverfi og heilsu fólks.
Á heimsvísu séð er framleiddur nægilegur matur fyrir alla, yfir 5000 kkal á mann á dag. Sú framleiðsla hefur áhrif bæði á umhverfi og efnahagslíf heimsins. Dreifing matarins er hins vegar vandamál. Vegna sóunar í framleiðslu og dreifingu fer helmingur framleiðslunnar til spillis á leið til neytenda.