Hátt á annað hundrað manns, konur og karlar, lagði leið sína í Kvennaheimilið Hallveigarstöðum í dag á alþjóðlega beinverndardeginum. 
Tilefnið var að fræðast um beinheilsu. Halldóra Björnsdóttir flutti fræðsluerindi um beinþynningu og forvarnir og hægt var að láta mæla hjá sér beinþéttni. Mjólkursamsalan, aðal styrktaraðili Beinverndar, bauð uppá kalríkar veitingar, osta, ostakökur og ýmiskonar skyr og próteindrykki.
Kvenfélagasambandið þakkar Beinvernd samstarfið og gestunum fyrir komuna og hvetur fólk til að huga að beinheilsu sinni og taka áhættupróf um beinþynningu sjá hér

Umhverfissýning FENÚR og umhverfisstofnunar undir yfirskriftinni Saman gegn sóun fer fram 9. og 10. september í Perlunni. Kvenfélagasamband Íslands og fleiri félagasamtök verða á staðnum ásamt fjölmörgum fyrirtækkjum sem taka þátt í sýningunni þar sem þau munu kynna sínar vörur og hugsjón. Markmið sýningarinnar er að efla umhverfisvitund, minnka sóun og auka endurvinnslu. 
Samtökin halda ásamt Umhverfisstofnun úti vefnum matarsoun.is með fræðslu og hvatningarefni gegn matarsóun.

Sýningin opnar kl. 14.00 föstudaginn 9. sept og verður opin til kl. 18.00
kl. 14:30 flytur Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlyndaráðherra ávarap og setur sýninguna formlega:
Sýningin verður opin  laugardag 10. september kl. 12:00-17:30. 

Þetta verður sannkölluð fjölskylduupplifun.
Verið velkomin
Aðgangur er ókeypis. 

 

110 norrænar konur tóku þátt í Norrænu sumarþingi kvenfélaga innan Nordens Kvinnoförbund, NKF, sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 17. -19. júní sl.  Eyjarnar allar og hafið umhverfis voru vettvangur fundarins en hefðbundin fundastörf og fyrirlestrar fóru fram í AKÓGES salnum.

Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NKF, til næstu fjögurra ára.
Fundargestir komu til Eyja í sól og blíðu og var sigling umhverfis Eyjarnar áhrifamikil fyrir alla þátttakendurna. Líknarkonur í Vestmannaeyjum höfðu veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd í heimabyggð og buðu þær þingfulltrúum m.a. í kvöldmat í Líknarhúsinu.

Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar, tengdir þema þingsins um ”Lifað í sátt við náttúruna” voru á dagskrá þingsins og ályktað var um aðstæður fæðandi kvenna á landsbyggðinni.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands