Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út. Þetta er fyrsta tölublað ársins 2017 og 68. árgangur tímaritsins. Tölublaðið er helgað kvenfélagskonum enda er 1. febrúar ár hvert dagur kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur hafa því valið febrúar sem sinn mánuð og þemað er gyllt.
Í blaðinu er sagt frá starfsemi kvenfélaga og svæðasambanda víða um land og einnig er fjallað um málefni Kvenfélagasambands Íslands, venju samkvæmt. Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ ávarpar lesendur, hvetur þá til að gylla tilveruna og bendir á að góð kvenfélagskona er gulli betri.