Aflið, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands,Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú og W.O.M.E.N. in Iceland lýsa yfir undrun og mótmæla starfsháttum innanríkisráðherra að skipa aðeins karla í dómnefndina sem meta á hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara.

Við minnum á jafnréttislög þar sem skýrt er kveðið á um að hlutfall kynjanna skuli vera sem jafnast.

Við minnum einnig á að árið 2014 sendi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu þar sem bent var á að nauðsynlegt sé að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna. Sú ábending var gerð í tengslum við alvarlegar athugasemdir sem gerðar voru við meðferð kynferðisbrota og kynbundins ofbeldis í íslenska dómskerfinu. Í sömu skýrslu voru athugasemdir gerðar við fæð kvenna í íslenska dómskerfinu. Þegar skýrslan var skrifuð voru konur 2 af 12 dómurum Hæstaréttar. Núna er ein kona dómari af 9 dómurum Hæstaréttar.

Við bendum að lokum á kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar, sem í júní 2014 fundaði á Nordiskt Forum í Svíþjóð. 

Í lok þeirrar ráðstefnu, sem 30.000 gestir sóttu, voru samþykktar 62 kröfur sem voru afhentar velferðarráðherrum Norðurlandanna.

Ein þessara krafna var sú að opinberum aðilum verði skylt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.

Við getum gert betur. Við eigum að gera betur.

37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands verður haldið á Selfossi 9. - 11. október 2015.  
Kvenfélagskonur endilega skráið ykkur tímalega á þingið.  Þátttakendur skulu skrá þátttöku og samhliða því greiða þinggjald á öruggri greiðslugátt Valitor sem hefur verið sett um hér á síðunni.

Formaður hvers héraðssamband KÍ er fararstjóri fulltrúa af sínu svæði á landsþinginu.  Kjörbréf eru aðgengileg á heimasíðunni undir flipanum Héraðssambönd og kvenfélög.  Kjörbréfum skulu formenn kvenfélag og/eða héraðssambanda að skila til KÍ á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 2. október 2015.

Hátíðarhöld að Hallveigarstöðum 19. júní 2015
 
Félög kvenna að Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin í hátíðardagskrá föstudaginn 19. júní næstkomandi, þar sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Þema dagskrárinnar er: „Félög kvenna fyrr og nú“.

Húsið opnar kl. 13.30. Boðið verður upp á súpu og brauð. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 14.00.

Kvenfélagasamband Íslands hlaut Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015 

Varaformaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, afhennti forseta Kvenfélagasambandsins, Unu Maríu Óskarsdóttur, verðlaunin á flokksþingi Framsóknaflokksins sem fram fór í Reykjavík 9. - 11. apríl sl. 

Við það tækifæri fór Sigurður yfir störf sambandsins og kvenfélaganna og sagði m.a:

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands