Nýkjörin stjórn Kvenfélagasambands Íslands37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands fór fram á Hótel Selfossi um helgina.
Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Samband sunnlenskra kvenna, með 26 kvenfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum innanborðs.
Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.
Guðrún Þórðardóttir Kvenfélagi Grímsneshrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ.
Vilborg Eiríksdóttir Kvenfélagi Mosfellsbæjar er varaforseti. Bryndís Birgisdóttir Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjaldkeri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jóhannsdóttir Kvenfélaginu Hjálpinni í Eyjarfjarðarsveit er meðstjórnandi. Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.
Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.