ForvarnavikanVika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst í dag.

Í vikunni er kastljósi beint ÁSKORUN TIL ALÞINGISMANNA vegna frumvarps um að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu á áfnengi, og að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.

Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 auk þess sem yfirlýsing Viku 2014 verður sent fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu. Áminningar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig reynt að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samstarfs í forvörnum.

Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna eru þátttakendur í verkefninu.




 
Nú líður senn að merkum tímamótum í sögu og réttindabaráttu kvenna, - 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna til Alþingis á næsta ári. 

Á síðasta kjörtímabili samþykkti Alþingi þingsályktun um að á næsta ári, 2015, yrði haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Megináherslan er lögð á að virkja grasrótarsamtök kvenna, jafnréttis- og stjórnmálasamtök og hvetja þau til að láta sig varða og styðja málefni kvenna og jafnrétti og efna í því skyni til atburða og verkefna til að minnast þeirra merku tímamóta sem kosningarétturinn markaði. Afmælisnefnd hóf störf haustið 2013 en fjöldi fulltrúa jafnréttis- og kvennahreyfinga kom að stefnumótun fyrir afmælið.

Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldinn í Húsdýragarðinum laugardaginn 6. september nk. kl. 14 - 16.

Að venju verða kvenfélagskonur með sultukynningu og sölu á svæðinu auk þess að kynna Húsfreyjuna, tímarit Kvenfélagasambands Íslands. Verið velkomin í heimsókn og smakkið sultu og fáið blað að gjöf. 

Matarsóunarhátíð

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun, en áætlað er að um þriðjungi matvæla sem framleidd eru í heiminum endi í ruslinu.

Á matarsóunarhátíðinni er ekki verið að halda uppá matarsóun heldur er markmiðið með þessum góðgerðarviðburði að ná saman öllum í „fæðukeðjunni"  til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu báglega vandamáli. 

Við bjóðum alla fjölskylduna velkomna á matarsóunarhátíð í hörpu.
dagskráin verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í silfurbergi, dillandi tónlist verður á milli atriða og básar frá fyrirtækjum, góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum verða á staðnum til að kynna aðferðir til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul, handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2013 og Tristram Stuart fyrirlesari um umhverfismál sem m.a. hlaut Sophie Prize 2011
Kolabrautin eldar súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna sem ekki kemst á markað sökum útlits (Súpa úr ljóta grænmetinu) og býður gestum að smakka.

Matarsóunarhátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið og dagskrá matarsóunarhátíðarinnar er að finna á heimasíðunni:matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu!
Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands