Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund sunnudaginn 19. júní kl. 15. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14.
Í ár er fundurinn helgaður forsetakosningum og eru gestir fundarins konur í framboði til embættis forseta Íslands: Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir og Hildur Þórðardóttir.
Glæsilegar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.
Dagskrá fundar:
- Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands opnar fund og stýrir
- Dagný Ósk Aradóttir Pind flytur kveðju frá Kvenréttindafélagi Íslands
- Elísabet Jökulsdóttir ávarpar fundinn
- Guðrún Margrét Pálsdóttir ávarpar fundinn
- Halla Tómasdóttir ávarpar fundinn
- Hildur Þórðardóttir ávarpar fundinn
- Jóhanna Pálsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík slítur fundi
Fögnum saman 101 árs afmæli kosningaréttar kvenna, sunnudaginn 19. júní 2016!