bodskort hallveigarstadir 2017LitilKvennaheimilið Hallveigarstaðir fagnar 50 ára afmæli sínu!

Velkomin á afmælishátíð Hallveigarstaða þann 19. júní 2017, kl. 16:00

  • Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar Hallveigarstaða ávarpar fundinn
  • Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur kveðju
  • Hallveigarstaðir afhenda gjöf til Veraldar - húss Vigdísar Finnbogadóttur
  • Ragnheiður Gröndal syngur

Kaffi, veitingar og kampavín í boði hússins!

Sjá viðburðinn á facebook hér:  

HusfreyjakapaGyllt2tbl2017smallervefVorblað Húsfreyjunnar tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komið út.

Aðalviðtal Húsfreyjunnar að þessu sinni er við Elsu Haralds hárgreiðslumeistara og formann Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Elsa er afar farsæll og sigursæll hárgreiðslumeistari og fyrsta konan sem gegnir formennsku hjá Iðnaðarmannafélaginu.

Í blaðinu er fræðsla um vegan matargerð og uppskriftir af vegan túnfiski, vegan majónesi og vegan hunangsköku. Kristín Aðalsteinsdóttir fjallar um ræktun og notkun á steinselju og fjallað er um kaffi fyrr og nú. Í matarþættinum eru spennandi uppskriftir meðal annars af spínatböku með sætkartöflubotni og tortillu smáréttum á marga vegu.

Fjallað er um mikilvægi áhugamála, prjónahátíð og fallega hluti fyrir heimilið auk þess sem fluttar eru fréttir af starfsemi Kvenfélagasambands Íslands.

Í Húsfreyjunni er glæsilegur handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem meðal annars er hnýtt blómahengi, stelpuskokkur og falleg prjónuð kvenpeysa.

Formannaráðsfundurinn samþykkti að KÍ myndi opna söfnunarreikning fyrir eitt af þeim verkefnum sem voru kynnt á heimsþingi Alþjóðasamtaka dreifbýliskvenna, ACWW, og fram fór á Englandi sl. haust. Verkefnið lítur að því að styrkja bændakonur/fjölskyldur í Malavi til að verða sjálfbær í að rækta matvæli með áveitum á svæðum þar sem áður var ræktað tóbak.

Norræna bréfið í ár skrifar Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

 Sigridur Bjork GudjonsdottirNordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á  Norðurlöndum. Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna,  aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um málefni sem er efst á baugi og og varðar félagsheildina. 

Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna í tengslum við Dag norðurlandanna, 23. mars. 

Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2017

Sjá Norræna bréfið hér:

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands