LOGO NKFÁ Stjórnarfundi NKF sem fram fór 8. júní 2021 var tekin sú ákvörðun að næsta sumarþing NKF verði haldið í Reykjanesbæ  10.- 12. júni 2022.  Þingið verður haldið á sama stað á Park Inn í Reykjanesbæ að öllu óbreyttu og verður sumarþingið nánar auglýst þegar nær dregur. 

Á Föstudaginn langa barst bréf til Kvenfélagasambandsins frá kínversku kvennasamtökunum (All-China Women's Federation). Í bréfinu er sagt frá gjöf sem þær ásamt, China Women's Development Fund og Tencent Company hafa gefið til Landsspítalans vegna Covid -19 heimsfaraldurs, um er að ræða 200.000 andlitsmaska til nota á spítölum.  Við höfum fengið það staðfest að maskarnir munu koma til landsins á morgun föstudaginn 17. apríl með flugvél frá Kína sem flytur einnig aðrar lækningavörur til landsins.   Þetta er rausnarleg gjöf frá þeim og mun koma að góðum notum á Landsspítalanum. 

Hér er  lauslegur úrdráttur og þýðing á bréfinu sem barst frá þeim:

Undanfarið höfum við heyrt að fjöldi staðfestra smita á Íslandi og áskorun landsins í baráttunni gegn COVID-19. Við höfum samúð með því sem þið eruð að ganga í gegnum og lýsum hér með einlægri samúð okkar við ykkur og Íslendinga sem verða fyrir áhrifum af faraldrinum, sérstaklega konum og börnum. Ísland veitti okkur dýrmætan stuðning og aðstoð á erfiðasta tímabili baráttu Kína gegn COVID-19. Alheimsstaðan er orðin mjög alvarleg vegna hraðrar þróunar heimsfaraldursins, sem veldur verulegum ógnum við öryggi og heilsu fólks og miklar áskoranir fyrir lýðheilsu heimsins........ Vinsamlegast færið  öllum félagskonum Kvenfélagasambands Íslands okkar bestu óskir okkar um góða heilsu og frið! 

Undir bréfið skrifar;   Jing Shuiming All-China Women's Federation

Kvenfélagasamband Íslands hefur sent þeim góðar kveðjur og kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf

Þess má geta að All-China Women's Federation, sendir okkur reglulega tímarit sitt sem þær gefa út á ensku og er hægt að nálgast það til lesturs á skrifstofu KÍ. 

 

 

 

 Guðni ThSmaller 25.08 12

Kveðja

forseta Íslands

Guðna Th. Jóhannessonar

til

Kvenfélagasambands Íslands

Á 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands færi ég því heillaóskir. Á stofndegi sambandsins, 1. febrúar 1930, var margt með öðrum brag í samfélaginu en um okkar daga. Mjög hallaði á konur á flestum sviðum. Vissulega var tekið að rofa til eftir óralanga undirokun. Konur höfðu öðlast kosningarétt og æðri menntastofnanir voru þeim ekki lengur með öllu lokaðar. Þeir sigrar unnust í krafti fjöldans og þeirra kvenna sem stóðu í fylkingarbrjósti þótt hliðhollir karlar hafi að sjálfsögðu einnig haft sitt að segja; þeir voru jú áfram í öllum valdastöðum.

áskorun hjúkrunarfræðingar 1Kvenfélagasamband Íslands skorar á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við hjúkrunarfræðinga, sem nú á þessm tímum heimsfaraldrar standa ásamt öðrum heilbrigðisstéttum í fremstu línu.

Það er ólíðandi að þessi mikilvæga heilbrigðisstétt skuli starfa í óvissu um kjaramál sín til lengri tíma.  

Því skorum við á saminganefnd ríkisins að ganga frá samningum án tafar.

Veikleikar í nútímasamfélagi

– nýjar hættur eða gamlar áskoranir?

NORRÆNA BRÉFIÐ 2020 - FRÁ SVÍÞJÓÐ

Höfundur: Misse Wester prófessor við Háskólann í Lundi

Misse westersmall IIÞað liggur í augum uppi að samfélagið stendur frammi fyrir fleiri áskorunum og meiri hættum en nokkru sinni fyrr. Mikið af sameiginlegum sjóðum samfélagsins eru notaðir til að koma í veg fyrir eða draga úr ófyrirséðum atburðum og neikvæðum afleiðingum þeirra. Augljóslega eru þessir ferlar, áhættugreining og viðbragðsáætlun, grundvallaðir á tölfræðilegum útreikningum. Í fljótu bragði má álykta að þar sem stærsta váin liggur, þangað fer mesta aðstoðin/úrræðin. Það er þó ekkiraunin. Forgangsröðun áhættuþáttanna fer eftir forsendum og gildismati á þeim. Til dæmis hafa börn hærra verndargildi en aðrir hópar. Þetta getur einnig átt við hættur sem steðja að fámennum hópum samfélagins vegna hvers konar glæpastarfsemi. Það er lögð meiri áhersla á að koma í veg fyrir hættur af þeirra völdum en hættur sem hafa áhrif á stærri samfélagshópa. Hvernig ólíkir hópar upplifa mismunandi hættur og hvað eru ásættanlegar afleiðingar, hefur áhrif á forgangsröðun hjá valdhöfum hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð, óháð því hversu algeng viðkomandi hætta er. Sú staðreynd að við skynjum og forgangsröðum hættu á mismunandi vegu hefur einnig áhrif á hegðun okkar sem einstaklinga.

Ef við upplifum að eitthvað ógni heilsu okkar og vellíðan er raunhæft að gera ráð fyrir því að hver og einn bregðist við, til að draga úr þeirri ógn.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands