Smökkum á Savo

 Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og  Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Þökkum samfylgdina á árinu.

Kærleikskveðja

Small Gleðileg jól 2022 Kvenf samband

Húsfreyjan 4. tbl. 2022 LQJólablað Húsfreyjunnar er komið út og ætti að hafa borist áskrifendum. Á forsíðunni er Ragna S. Óskarsdóttir sem er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns ehf sem staðsett er á Borgarfirði eystra. Hún er í viðtali og segir frá sjálfri sér, æðardúninum og sögu fyrirtækisins. Ásta Ólöf Jónsdóttir segir frá hvernig kom til að konur í Skagafirði tóku sig til og saumuðu saman þjóðbúning til notkunar fyrir fjallkonu Skagafjarðar. En Ásta er formaður Pilsaþyts í Skagafirði sem hefur það að markmiði að efla notkun á íslenskum þjóðbúningum. Hugleiðingin í blaðinu kemur frá Sigrúnu Margréti Óskarsdóttur fangapresti sem fjallar um jólin í fangelsi.  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir segir lesendum vestfirskar örferðasögur, en Sigríður er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Lífið er ekki sykurhúðuð Facebook færsla er fyrirsögn á viðtali við Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu, sem í viðtalinu segir hún meðal annars að þörfin á að setja konur á dagskrá sé endalaus.

Í blaðinu er svo að finna frásögn frá Evrópuþingi ACWW sem Kvenfélagasamband Íslands er aðili að. Þingið var haldið í Glasgow og þangað mættu 18 hressar kvenfélagskonur frá Íslandi sem nutu gestrisni skosku kvennasamtakanna sem voru gestgjafar á þinginu, ásamt því að fjalla um málefni ACWW (Alþóðasamband dreifbýliskvenna). Leiðbeiningastöð heimilanna ervegna ferðarinnar til Glasgow undir skoskum áhrifum og fjallar um “Burns supper” og gefur uppskrift af Haggis og fleiru skosku til að ylja sér á í janúar.

Smásagan að þessu sinni er eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur og nefnir hún söguna Áfram nú.

Laufey Skúladóttir sem er bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu sem sýnir og segir frá skreytingum sem hún vinnur úr efniviði úr nærumhverfinu. Það er svo Erla Hlynsdóttir sem gefur okkur uppskriftir að fallegum öðruvísi brauðtertum sem eru tilvaldar á veisluborðið um hátíðarnar.  Handavinnuþátturinn er á sínum stað og aftur er það Sjöfn Kristjánsdóttir sem gefur okkur fallegar uppskriftir að fallegum fötum fyrir börnin. Meðal annars fallegan jólakjól og sparilegar stuttbuxur.  Albert Eiríksson býður lesendum að þessu sinni með sér í Þorláksmessuboð í Eyjafirði og gefur uppskriftir af jólalegum réttum.  Leiðbeiningastöð heimilanna heldur svo áfram að hvetja okkur til að minnka matarsóun yfir hátíðarnar með grein um skammtastærðir á algengum réttum sem bornir eru fram á jólum og áramótum.   Þetta allt, krossgátan og svo margt annað í fjölbreyttu jólablaði Húsfreyjunnar sem er blað númer tvö sem Sigríður Ingvarsdóttir ritstýrir.

Þú getur gerst áskrifandi að Húsfreyjunni hér   Allir áskrifendur hafa aðgang að áskriftarvefnum þar sem er að finna mörg eldri blöð Húsfreyjunnar. 

Smelltu hér til að sjá hvað Húsfreyjan fæst í lausasölu.

Við minnum einnig á falleg gjafabréf Húsfreyjunnar sem eru tilvalin jólagjöf sem endist út næsta ár.  Þú færð jólablaðið frítt með til að setja með í jólapakkann með gjafabréfinu. Hafðu samband við skrifstofuna í síma 5527430 til að panta persónulegt gjafabréf. 

Laugardaginn 19. nóvember síðastliðin var 66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum.

Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mæta formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ ásamt stjórnarkonum KÍ.

Yfirskrift fundarins var: Hvernig getum við haft meiri áhrif á samfélagið?

Ásamt venjubundnum fundarstörfum var farið yfir ný lög er varða almannaheillaskrá ásamt því að unnið var í hópavinnu um yfirskrift fundarins.  

Á fundinum var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt.

66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hallveigarstöðum 19. nóvember 2022 hvetur fjölskyldur til þess að gefa sér tíma, ræða saman og eiga gæðastundir án truflana frá netmiðlum. 

Í umhverfi okkar er gríðarlegt áreiti af samfélagsmiðlum sem sofa aldrei og gefa aldrei grið.  Stafrænt ofbeldi, áreitni, notkun samfélagsmiðla, fíkn og kvíði hefur farið stigvaxandi ár frá ári sem hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir líðan og heilsu barna og fullorðinna.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf og í dag, að gefa sér tíma til þess að njóta samverustunda með þeim sem okkur þykir vænt um, borða saman í rólegheitum og eiga gott samtal. 

 

formannaráð KÍweb

 

IMG 1934

 

IMG 1935 002

20221119 134041

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eru boðnar velkomnar eftir því sem húsrúm leyfir.

Boðið verður uppá kaffiveitingar

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir flytur hugvekju

Sigríður Víðis Jónsdóttir les upp úr bók sinni: Vegabréf: íslenskt

Tónlistaratriði

Munið happadrættið

Hlökkum til að sjá þig,

 

Með kveðju,

stjórn Kvenfélagasambands Íslands

 

Jólafundarboð KÍ 2022

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands