Kvenfélagasamband Íslands fékk styrk frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna áframhald verkefnisins Vitundarvakning um fatasóun.

Fjölbreytt verkefni voru styrkt og er Kvenfélagasamband Íslands einstaklega þakklátt fyrir veittan stuðning. 

Markmið verkefnisins er að: a) fræða almenning um mikilvægi þess að sporna gegn fatasóun og leiðir til þess. b) fræða um umhverfisáhrif og mannréttindaáhrif fataiðnaðarins c) að fá sem flest kvenfélög til að taka þátt í verkefninu. d) að sameina kvenfélög um allt land í átaki gegn fatasóun og annarri sóun

Ráðuneytinu bárust 75 umsóknir um verkefnastyrki. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið skógræktar, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar loftslagsverkefna, landupplýsinga, alþjóðlegs samstarfs og plastmengunar svo dæmi séu tekin.

Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru kortlagning aðlögunar Íslands að hringrásarhagkerfinu, vitundarvakning um fatasóun,  endurhæfingastöð lundapysja, innleiðing stafrænnar kortlagningar skógræktar, sem og verkefni sem snúa að fuglalífi, víðernum og vindorku. Þá má einnig nefna landbætur, náttúrukort,  ráðstefnur, málþing og fundi um ólík umhverfismál, sem og umhverfisfræðslu í ýmsu formi.

Markhóparnir sem verkefnin ná til eru allt frá eldri borgurum til ungmenna og allt þar á milli.

 „Stjórnvöld leysa fá mál ein og óstudd og frjáls félagasamtök og einstaklingar geta innt af hendi mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd. Bestu hugmyndir kvikna líka oft hjá þeim standa nærri vandanum, hafa skýra yfirsýn og brenna fyrir umbótum til að bæta sitt nærsamfélag,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. „Þess vegna er líka mikilvægt að geta stutt við verkefni innan þessara geira, sem ella myndu ef til vill ekki ná fram að ganga.“

Sjá nánar á síðu ráðuneytisins

Kvenfélögin rétta fram hjálparhönd

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) hélt sinn 65. formannaráðsfund í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum laugardaginn 26. mars sl. Yfirskrift fundarins var „Af góðum hug koma góð verk“.

Á fundinn koma formenn og fulltrúar þeirra héraðssambanda um land allt sem eiga aðild að KÍ. Formannaráð samþykkti eftirfarandi áskoranir:

  • Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands skorar á kvenfélagskonur að taka þátt í móttöku flóttafólks sem nú streymir til landsins.  Ljóst er að flóttafólk mun þurfa margskonar aðstoð og eru kvenfélög hvött til að leggja málefninu lið hvert á sínu svæði.
  • Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af fæðuöryggi í heiminum. Hið stríðshrjáða land Úkraína er með stærstu korn- og hveitiframleiðendum í heimi. Við Íslendingar ættum að huga vel að því hvað við getum gert til að bæta fæðuöryggi á Íslandi með meiri ræktun og framleiðslu margvíslegra matvæla.

Nýjar konur voru kosnar í stjórn KÍ en þær eru: Eva Björk Harðardóttir, Kvenfélagi Kirkjubæjarhrepps frá Sambandi Vestur-skaftfellskra kvenna var kosin nýr varaforseti og Helga Guðmundsdóttir,  Kvenfélagi Eiðaþinghár frá Sambandi austfirskra kvenna var kosin í varastjórn.

Af góðum hug koma góð verk var yfirskrift 65. formannaráðsfundar KÍ sem haldinn var á Hallveigarstöðum í dag 26. mars. Það var mikil gleði að hittast og ræða málefni kvenfélaganna og samfélagsins. Á fundinum voru nýjar konur kosnar í stjórn KÍ og aðrar kvaddar og þakkað góð störf. Eva Björk Harðardóttir frá Sambandi vestur-skaftfellskra kvenna var kosin nýr varaforseti og Helga Guðmundsdóttir frá Sambandi austfirskra kvenna var kosin í varastjórn. Bjóðum þær velkomnar til starfa um leið og Þórnýju Jóhannsdóttur er þakkað gott samstarf sem varaforseti og Sólveigu Ólafsdóttur er þakkað fyrir gott samstarf í varastjórn.
Einnig voru kosnar þrjár nýjar konur í uppstillinganefnd þær eru; Bára Höskuldsdóttir, Kvenfélaginu Hvöt, Árskógsströnd, KSE, Jóhanna Skúladóttir, Kvenfélagi Borgarness, SBK og Karólína Jónsdóttir, Kvenfélaginu Sif, Patreksfirði, SVK.
Velkomnar til starfa allar og þakkir til allra sem sátu fundinn
 
Dagmar og Eva Björk
 
Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Eva Björk Harðardóttir nýkjörin varaforseti
 
dagmar og Þórný
 
Dagmar forseti KÍ þakkar Þórnýju Jóhannsdóttur fráfarandi varaforseta fyrir góð störf í stjórn. 
 
hópmynd
 
Formannaráð stillti sér upp í lok fundar fyrir hópmynd.  Flottur hópur ;-)

þessi dagur 10. mars er er sérstakur hátíðisdagur Norrænu kvennasamtakanna- NKF ( Nordens kvinnoforbund) og eru samtökin  nú 103ja ára.  Kvenfélagasamband Íslands gerðist formlegur aðili að samtökunum 1950. Norrænt sumarþing NKF verður haldið á Íslandi dagana 10-12. júní í sumar.  

Þegar samtökin urðu 100 ára birtist í Húsfreyjunni samantekt úr 100 ára starfi samtakanna. 

Er hún endurbirt hér í tilefni dagsins. 

8. mars Í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er ekki hægt annað en að hugsa til þeirra fjölmörgu kvenna frá Úkraínu sem nú leita skjóls og/eða eru á flótta vegna stríðsátaka. Konur eru meirihluti flóttafólks frá Úkraínu, fjölskyldur eru sundraðar og konur og börn flýja einar út í óvissuna á meðan eiginmenn, feður, elskhugar og bræður berjast í stríði sem var ófyrirséð fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Við sem horfum á utanfrá erum agndofa og sorgmædd yfir þessari árás á sjálfstæða þjóð. Í dag er því rétti dagurinn til að íhuga hvernig við getum hjálpað.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands