Það hefur ekki farið framhjá neinum að röskun hefur orðið á ýmiskonar félagsstarfi sl. mánuði vegna heimsfaraldurs, þar með talið félagsstarfi kvenfélaga og héraðssambanda. Fundum og viðburðum hefur verið frestað eða þeir felldir niður vegna þeirra samkomutakmarkana sem verið hafa i gildi. Samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum er nú þegar þetta er skrifað heimilt að halda námskeið, ráðstefnur, málþing, fundi og kennslu ef færri en 200 koma saman og sóttvarnarlæknir hvetur til að 1 metra nálægðartakmarkanir séu viðhafðar sem oftast í umgengi við aðra, sérstaklega óskylda eða ótengda aðila. Það krefst því ákveðins skipulags og breytinga að halda fundi eða viðburði. Þegar hafa margir fært fundahöld yfir í fjarfundi og reynslan af slíku er almennt góð.

Margir viðburðir eru þó þannig eðlis að fólk kemur saman og þeir/þær sem hafa lengi haldið sig heima finna fyrir þörf á mannlegum tengslum. Það er því mikilvægt að undirbúa og skipuleggja fundi þannig að hægt sé að halda þá. Það gæti þurft að finna stærra húsnæði og raða stólum og borðum þannig að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. Þá þarf sérstaklega að huga að hreinlæti og sótthreinsun. Þegar bornar eru fram veitingar þarf að gæta þess sérstaklega að veitingarnar séu þannig að ekki séu allir á viðburðinum að handleika sömu áhöldin og bjóða upp á sótthreinsir og/eða einnota hanska.

Mikilvægt er að í fundarboðum komi fram að gert sé ráð fyrir smitvörnum í skipulagi. COVID-19 faraldurinn hefur kennt okkur að við getum lagað okkur hratt að breyttum aðstæðum og gengið í takt þegar á reynir. Einstaklingsbundnar smitvarnir eru síðan það sem skiptir mestu máli, hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Mikilvægt er að sýna þeim sem ekki treysta sér á viðburð skilning og veita þeim samt upplýsingar og fréttir frá félagsstarfinu. Þar kemur síminn til dæmis að góðu gagni, auk annara rafrænna lausna.  Hvetjum svo auðvitað alla til að fara eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis sem eru uppfærðar reglulega á covid.is sjá hér gildandi takmarkanir í samkomubanni á síðunni. 

Hér að neðan er farið yfir nokkra fjarfunda möguleika sem hægt er að nýta sér í félagsstarfi. 

Söfnun Kvenfélagasambands Íslands "Gjöf til allra kvenna" er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt er að styðja við í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Þó svo að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþonið í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða.  Sett hefur verið af stað átakið „Hlauptu þína leið" þar sem hlauparar eru hvattir til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni góðgerðarfélag að eigin vali. Átakið verður dagana 15.-25. ágúst og verður góðgerðasöfnunin opin til 26. ágúst. 

Hvetjum sem flesta til að hlaupa til styrktar söfnuninni.  Það kostar ekkert að skrá sig til þátttöku. 

Hægt er að skrá sig í hlaup og/eða heita á þá hlaupara sem ætla að styðja við söfnunina á hlaupastyrkur.is 

Auglýsing vef með Heimkaup.isArmböndin og súkkulaðið sem við seljum til styrktar söfnuninni Gjöf til allra kvenna eru ná fáanleg á Heimkaup.is

Nú er því auðvelt að styrkja söfnunina um leið og þú gerir innkaupin til heimilisins. 

Allur ágóði af sölunni rennur beint í söfnunina.   Við þökkum Heimkaup.is kærlega fyrir þetta góða samstarf. 

Kvenfélögin panta enn sem áður vörur hjá skrifstofu KÍ.

Nýtum hvert tækifæri til að styðja við söfnunina. 

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst nk.

Hafið það gott í sumar.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands