Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á nýju ári er komin út og ætti að hafa borist öllum áskrifendum og vera komin á alla sölustaði.
Enn sem fyrr er efni blaðsins fjölbreytt. Fyrsta tölublað hvers árs er sérstaklega tileinkað kvenfélagsstarfinu og er það vegna þess að 1. febrúar er Dagur Kvenfélagskonunnar.
Að því tilefni er Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna aðalviðmælandi í þessu febrúarblaði. Gyða er búsett í Hnífsdal og á og rekur verslunina Jón og Gunnu í miðbænum á Ísafirði. Póstkort blaðsins að þessu sinni kemur frá Stellu og Grétu sem reka Kaffihúsið Bláa kannan á Akureyri.
Það á svo vel við að birta í blaðinu smásögu sem barst í Smásagnakeppni Húsfreyjunnar og ber heitið Kvenfélagskaffið. Höfundur sögunnar er Guðríður Baldvinsdóttir sem er félagi í Kvenfélagi Keldhverfinga. Skemmtileg saga um tertur og ástir í Kvenfélaginu. Við fáum að kynnast fleiri kvenfélagskonum í blaðinu og að þessu sinni er það Hildur Traustadóttir í Kvenfélaginu Hvanneyri sem er spurð frétta og segir hún frá sér og sínum störfum.