Kvennaverkfall 24. október 2023

 

Í dag var kynnt boðað Kvennaverkfall 24. október nk. Kvenfélagasamband Íslands er ein af fjölmörgum aðstandendum kvennaverkfalls. 

 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna.

Konur á Íslandi eru hvattar til að vera í verkfalli 24. október, allan daginn

„Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Meginástæða fyrir launamuni kynjanna er vegna þess hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er sem endurspeglast í því að innan menntamála, heilbrigðis-, og félagsþjónustu eru konur í miklum meirihluta starfsstétta en laun þeirra eru lægri hjá sambærilegum eða jafnverðmætum störfum. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum – jafnvel þó vitað sé að óbreyttu muni a.m.k. taka mannsævi," segir í kynningu um kvennaverkfallið. 

Smellið hér til að fara á síðu Kvennaverkfallsins

logo_kvennaverkfalls_2023.jpg„Kall­arðu þetta jafn­rétti?”

Þótt mikið hafi áunn­ist frá ár­inu 1975 hefur ekki verið orðið við þeirri meg­in­kröfu að störf kvenna séu met­in að verðleik­um. At­vinnu­tekj­ur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbund­in kvenna­störf eru tals­vert verr launuð en karla­störf.

 At­vinnuþátt­taka kynj­anna er svipuð en  ábyrgð þeirra á heim­il­is­haldi og umönn­un er enn afar ójöfn. Ekki verður beðið leng­ur eft­ir rót­tæk­um aðgerðum gegn kyn­bundnu og kyn­ferðis­legu of­beldi sem yfir 40% kvenna verði fyr­ir á lífs­leiðinni, en trans fólk, þar með tal­in kvár, kon­ur með fötl­un og kon­ur af er­lend­um upp­runa verða fyr­ir enn meira of­beldi en aðrir hóp­ar. 

Tími er kominn til að konur láti heyra í sér á ný. Fulltrúar yfir 30 samtaka kvenna og fimm heildarsamtaka launafólks samþykktu einróma í sumar að boða til kvennaverkfalls 24. október. Markmið verkfallsins er að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga, félagasamtaka og annarra stofnana gegn ofbeldi og launaþjófnaði. 

Allar konur og öll kvár sem það geta eiga að leggja niður störf þann 24. október; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa á öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu.

Verkfallið í ár verður heilsdagsverkfall, líkt og var gert árið 1975. Dagurinn mun ná hámarki í höfuðborginni með viðburði á Arnarhóli klukkan 14. Viðburðir verða einnig skipulagðir víðs vegar um landið. 

Aðstand­end­ur kvenna­verk­falls:

  1. Aflið (Ak­ur­eyri) 
  2. Banda­lag kvenna í Reykja­vík 
  3. Druslu­gang­an
  4. Druslu­bæk­ur og Doðrant­ar
  5. Delta Kappa Gamma, fé­lag kvenna í fræðslu­störf­um
  6. Femín­ísk fjár­mál 
  7. Femín­ista­fé­lag HÍ
  8. Fé­lag um Fjöru­verðlaun­in, bók­mennta­verðlaun kvenna á Íslandi 
  9. Hags­muna­sam­tök knatt­spyrnu­kvenna
  10. IceFem­in  
  11. Knúz.is 
  12. Kven­fé­laga­sam­band Íslands 
  13. Kvenna­hreyf­ing ÖBÍ 
  14. Kvennaráðgjöf­in
  15. Kvenna­sögu­safn Íslands 
  16. Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands 
  17. Rót­in  
  18. Sam­tök um kvenna­at­hvarf 
  19. Sam­tök­in '78  
  20. Soroptim­ista­sam­band Íslands 
  21. Stíga­mót 
  22. UN Women 
  23. W.O.M.E.N. in Ice­land – Sam­tök kvenna af er­lend­um upp­runa 
  24. Alþýðusam­band Íslands 
  25. Banda­lag há­skóla­manna 
  26. BSRB 
  27. Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga 
  28. Kenn­ara­sam­band Íslands 
  29. Ung­ar at­hafna­kon­ur                                      
  30. WIFT – Kon­ur í kvik­mynd­um og sjón­varpi            
  31. Q fé­lagið  - fé­lag hinseg­in stúd­enta HÍ 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands