1.  ágúst sl. afhenti Kvenfélagið Sunna á Vestfjörðum formlega nýtt ómtæki á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en konurnar í félaginu, ásamt öðrum, hafa safnað fyrir tækinu í meira en ár.

Tækið nýtist sem dæmi hjartalæknum, ómskoðun ófrískra kvenna og fleira. Ef grunur var á utanlegs fóstri áður en þetta tæki kom þurfti að senda konu með sjúkraflugi suður og kostar slík ferð um 500 þúsund, en með þessu tæki er hægt að sjá það á staðnum.

Þessi vegferð hófst á fundi Kvenfélagsins Sunnu fyrir rúmu ári síðan í Litlabæ í Ísafjarðardjúpi. Þá var tekin ákvörðun um að safna fyrir ómtækinu fyrir sjúkrahúsið. Af stað var haldið og fengu þær einstaklinga,  fyrirtæki og stofnanir í lið með sér sem hjálpuðu til við söfnunina ásamt;  Kvenfélaginu Von á Þingeyri, Kvenfélagi Mýrarhrepps, Sunnu í Ísafjarðardjúpi, Brynju á Flateyri, Ársól á Suðureyri, Hvöt í Hnífsdal, Hlíf á Ísafirði og Kvenfélaginu Brautin í Bolungarvík ásamt Kiwanisklúbbnum, stöllunum í Stöndum saman Vestfirðir og Úlfssjóði. Allir þessir aðilar tóku þátt af miklum myndarskap.

Norræna kvenfélagasambandið NKF (Nordens Kvinnoförbund) hélt sitt árlega sumarþing í Maríuhöfn á Álandseyjum dagana 17.-18. ágúst 2018.

Kvenfélagskonur víðsvegar af landinu og af Norðurlöndum tóku þátt í þinginu og nutu fjölbreyttrar dagskrár í góðu veðri í fallegu umhverfi Álandseyja. Ísland gegnir nú formennsku í norrænu samtökunum NKF og fóru þær Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins og formaður NKF og Vilborg Eiríksdóttir varaforseti KÍ á þingið fyrir hönd stjónar KÍ. Þær höfðu í nógu að snúast á þinginu, Guðrún sem formaður og Vilborg sem tók m.a. þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt var um öryggi í norrænu samhengi. Britt Lundberg, varaformaður sendinefndar Álandseyja í Norðurlandaráði stjórnaði pallborðsumræðunum. 

Efnistök fundarins voru m. a. um að skapa öryggi hversdagsins og að sýna tillitssemi.

Á þinginu var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að lifa við tryggt og öruggt daglegt líf.

Ályktun þingsins er svohljóðandi:

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí - 14. ágúst 2018. 

Kvenfélagasamband Íslands skorar á stjórnvöld og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður. Ljósmæður eiga stóran hlut í þeim góða árangri sem náðst hefur á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. Staðan er grafalvarleg og heilsa kvenna og barna er í hættu ef ekki er nú þegar leyst úr kjaradeilunni.

Föregångerskan eða Þær sem mörkuðu leiðina, þriðjudaginn 19. júní kl. 17:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Velkomin á bráðfyndinn einleik um súffragettur og baráttuna fyrir kosningarétti kvenna, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur í Svíþjóð fengu kosningarétt!

Leikari er Catherine Westling, höfundur er Karin Enberg og leikstjóri er Lisa Lindén.

Sýningin tekur 50 mínútur og er á sænsku, en gestir fá útdrátt á ensku.

Kaffi og kleinur í boði hússins! Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2019 Kvenfélagasamband Íslands