Á dögunum voru fáni og forseta keðja Norrænu kvennasamtakanna (Nordens Kvinneforbund - NK) afhent Kvennasafninu (Kvinnemuseet) í Kongsvinger í Noregi til varðveislu.  Keðjan sem er úr silfri var gjöf frá Hjemmenes Vels Landsforbund (landssamtökum heimila og velferðarmála í Noregi stofnað 1915, seinna eða 1933 var nafni breytt í Húsmæðrasamtök Noregs og 1997 var nafninu svo  breytt í Norges Kvinne- og familieforbund).  Það var Aina Alfredsen Forde frá Norges Kvinne- og familiforbund sem afhenti safninu kveðjuna.  

Norrænu kvennasamtökin NKF voru stofnuð árið 1919 og gekk KÍ til liðs við þau árið 1949. Norðurlöndin skiptust þar á formennsku, sökum fjárskorts tók Ísland þó ekki við formennsku fyrr en árið 1976 er Sigríður Thorlacius, þáverandi forseti KÍ, varð formaður samtakanna. Á árunum 1996-2000 var Drífa Hjartardóttir þáverandi forseti KÍ formaður þeirra. Árið 2016 tók Guðrún Þórðardóttir þá  forseti KÍ við formennsku samtakanna, allt til slita þeirra árið 2022.  Árlega voru haldin sumarþing NKF, þar sem tekið var á þeim málefnum sem NKF og aðildarsamtök þeirra létu sig varða. Síðasta NKF þingið var haldið í Reykjanesbæ sumarið 2022. Á vel heppnuðu þingi á Íslandi var NKF formlega slitið, en það var sameiginleg ákvörðun stjórnar NKF að ekki væri lengur skilyrði fyrir því að halda áfram samstarfinu í mynd NKF, þar sem flest þeirra landa sem voru upphaflega í samstarfinu höfðu slitið sig frá NKF og/eða slitið sínu starfi.  Guðrún Þórðardóttir síðasti forseti NKF afhenti Ainu formanni Norges Kvinne- og familieforbund keðjuna á hátíðarkvöldverði á þinginu í Reykjanesbæ, í þeim tilgangi að koma henni til varðveislu í Noregi.  

Nánar m kvennasafnið í Kongsvinger: https://kvinnemuseet.no/

 

Overrekking av presidentkjede small

Aina Alfredsen afhendir Hilde Herming fagstjóra á Kvinnemusseet keðjuna 

Overrekking av fana small

 

Keðjan NKF Small

 

 

Guðrún og Aina web

Guðrún Þórðardóttir síðasti forseti NKF afhendir Ainu Alfredsen Forde keðjuna og fánann í Reykjanesbæ sumarið 2022. 

Nú er Húsfreyjan komin eða á leið til áskrifenda.  Í þessu fyrsta tölublaði ársins sem kemur út í febrúar er áherslan í blaðinu á fjölbreyttan hóp kvenfélagskvenna og starf kvenfélaganna víða um land. Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í CrossFit og kvenfélagskona í Hvítabandinu er í forsíðuviðtalinu að þessu sinni og fá lesendur að kynnast lífi þessarar kraftakonu.  Eva Michelsen er svo önnur kraftakona sem við fáum að kynnast en Eva er raðfrumkvöðull, ævintýramanneskja, bókhaldsnörd og kvenfélagskona í Kópavogi sem meðal annars rekur Eldstæðið sem er deili- eldhús í Kópavoginum.

Lilja Sverrisdóttir úr Kvenfélaginu Hjálpin í Eyjafjarðasveit segir frá bókinni Drífandi daladísir sem félagið gaf út í tilefni af 100 ára sögu félagsins. Lesendur fá svo að kynnast Hildi Harðardóttur sem er formaður stjórnar kvenna í orkumálum sem segir frá starfinu í félaginu, en hlutverk þess er að stuðla að jafnrétti í orkumálum, efla þátt kvenna og styrkja tengsl kvenna innan orkugeirans.

Í blaðinu er sagt eins og alltaf frá starfi Kvenfélagasambands Íslands, ásamt því sem nokkur kvenfélög eru heimsótt. Þeirra á meðal eru Kvenfélagið Iðunn í Eyjafjarðarsveit sem nýlega fagnaði 90 ára afmæli félagsins. Svo er það Guðný Nanna Þórsdóttir sem er í viðtali við ritstjóra og segir frá sjálfri sér og þeim fimm fræknu í Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd.

  1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

    Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin 12 ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum.

    Kvenfélagasambandið var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg. Fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, var stofnað árið 1869.
    Konur hafa síðan þá stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna.
    Má segja að konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgengi að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti.
    Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið samfélaginu öllu afar mikilvæg þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.

    Kvenfélagskonur um land allt halda uppá daginn hvert með sínum hætti.

    Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn alla til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.

Dagur kvenfelagskonunnar 1

 

 Smökkum á Savo

 Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og  Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Þökkum samfylgdina á árinu.

Kærleikskveðja

Small Gleðileg jól 2022 Kvenf samband

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands