þessi dagur 10. mars er er sérstakur hátíðisdagur Norrænu kvennasamtakanna- NKF ( Nordens kvinnoforbund) og eru samtökin  nú 103ja ára.  Kvenfélagasamband Íslands gerðist formlegur aðili að samtökunum 1950. Norrænt sumarþing NKF verður haldið á Íslandi dagana 10-12. júní í sumar.  

Þegar samtökin urðu 100 ára birtist í Húsfreyjunni samantekt úr 100 ára starfi samtakanna. 

Er hún endurbirt hér í tilefni dagsins. 

8. mars Í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er ekki hægt annað en að hugsa til þeirra fjölmörgu kvenna frá Úkraínu sem nú leita skjóls og/eða eru á flótta vegna stríðsátaka. Konur eru meirihluti flóttafólks frá Úkraínu, fjölskyldur eru sundraðar og konur og börn flýja einar út í óvissuna á meðan eiginmenn, feður, elskhugar og bræður berjast í stríði sem var ófyrirséð fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Við sem horfum á utanfrá erum agndofa og sorgmædd yfir þessari árás á sjálfstæða þjóð. Í dag er því rétti dagurinn til að íhuga hvernig við getum hjálpað.

Kristín Linda sem verið hefur ritstjóri Húsfreyjunnar sl. 20 ár hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum, og lætur af störfum sem ritstjóri í sumar. Því leitar nú útgáfustjórn Húsfreyjunnar að nýjum ritstjóra. Sjá auglýsingu hér að neðan.

Útgáfustjórn Húsfreyjunnar auglýsir eftir ritstjóra í hlutastarf til að sjá um útgáfu tímaritsins sem kemur út fjórum sinnum á ári, prentað og rafrænt.

Ráðningarfyrirkomulag og vinnutími er samkvæmt samkomulagi. Upphaf starfs 1. júní 2022.

Húsfreyjan hefur frá upphafi verið vinsælt tímarit meðal íslenskra kvenna og er elsta kvennablað landsins. Hún hefur komið út óslitið frá árinu 1949. Kvenfélagasamband Íslands gefur blaðið út og er það jafnframt málgagn þess auk héraðssambandanna og kvenfélaganna í landinu.

Hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, metnaður og skipulagshæfileikar
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Reynsla af útgáfustarfsemi er kostur

Umsækjendur tilgreini menntun, starfsferil og hugmyndir sínar varðandi blaðið.

Gætt verður fyllsta trúnaðar og öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar um blaðið fást á www.husfreyjan.is  

Umsóknir sendist til: Formanns útgáfustjórnar, Bjargar Baldursdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 31. mars 2022.

 

Ritstjóri óskast

Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á nýju ári er komin út og ætti að hafa borist öllum áskrifendum og vera komin á alla sölustaði.

Enn sem fyrr er efni blaðsins fjölbreytt.  Fyrsta tölublað hvers árs er sérstaklega tileinkað kvenfélagsstarfinu og er það vegna þess að 1. febrúar er Dagur Kvenfélagskonunnar.

Að því tilefni er Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna aðalviðmælandi í þessu febrúarblaði. Gyða er búsett í Hnífsdal og á og rekur verslunina Jón og Gunnu í miðbænum á Ísafirði. Póstkort blaðsins að þessu sinni kemur frá Stellu og Grétu sem reka Kaffihúsið Bláa kannan á Akureyri.

Það á svo vel við að birta í blaðinu smásögu sem barst í Smásagnakeppni Húsfreyjunnar og ber heitið Kvenfélagskaffið. Höfundur sögunnar er Guðríður Baldvinsdóttir sem er félagi í Kvenfélagi Keldhverfinga. Skemmtileg saga um tertur og ástir í Kvenfélaginu.  Við fáum að kynnast fleiri kvenfélagskonum í blaðinu og að þessu sinni er það Hildur Traustadóttir í Kvenfélaginu Hvanneyri sem er spurð frétta og segir hún frá sér og sínum störfum.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands