Húsfreyjan 4. tbl. 2022 LQJólablað Húsfreyjunnar er komið út og ætti að hafa borist áskrifendum. Á forsíðunni er Ragna S. Óskarsdóttir sem er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns ehf sem staðsett er á Borgarfirði eystra. Hún er í viðtali og segir frá sjálfri sér, æðardúninum og sögu fyrirtækisins. Ásta Ólöf Jónsdóttir segir frá hvernig kom til að konur í Skagafirði tóku sig til og saumuðu saman þjóðbúning til notkunar fyrir fjallkonu Skagafjarðar. En Ásta er formaður Pilsaþyts í Skagafirði sem hefur það að markmiði að efla notkun á íslenskum þjóðbúningum. Hugleiðingin í blaðinu kemur frá Sigrúnu Margréti Óskarsdóttur fangapresti sem fjallar um jólin í fangelsi.  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir segir lesendum vestfirskar örferðasögur, en Sigríður er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Lífið er ekki sykurhúðuð Facebook færsla er fyrirsögn á viðtali við Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu, sem í viðtalinu segir hún meðal annars að þörfin á að setja konur á dagskrá sé endalaus.

Í blaðinu er svo að finna frásögn frá Evrópuþingi ACWW sem Kvenfélagasamband Íslands er aðili að. Þingið var haldið í Glasgow og þangað mættu 18 hressar kvenfélagskonur frá Íslandi sem nutu gestrisni skosku kvennasamtakanna sem voru gestgjafar á þinginu, ásamt því að fjalla um málefni ACWW (Alþóðasamband dreifbýliskvenna). Leiðbeiningastöð heimilanna ervegna ferðarinnar til Glasgow undir skoskum áhrifum og fjallar um “Burns supper” og gefur uppskrift af Haggis og fleiru skosku til að ylja sér á í janúar.

Smásagan að þessu sinni er eftir Steinunni Lilju Emilsdóttur og nefnir hún söguna Áfram nú.

Laufey Skúladóttir sem er bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsýslu sem sýnir og segir frá skreytingum sem hún vinnur úr efniviði úr nærumhverfinu. Það er svo Erla Hlynsdóttir sem gefur okkur uppskriftir að fallegum öðruvísi brauðtertum sem eru tilvaldar á veisluborðið um hátíðarnar.  Handavinnuþátturinn er á sínum stað og aftur er það Sjöfn Kristjánsdóttir sem gefur okkur fallegar uppskriftir að fallegum fötum fyrir börnin. Meðal annars fallegan jólakjól og sparilegar stuttbuxur.  Albert Eiríksson býður lesendum að þessu sinni með sér í Þorláksmessuboð í Eyjafirði og gefur uppskriftir af jólalegum réttum.  Leiðbeiningastöð heimilanna heldur svo áfram að hvetja okkur til að minnka matarsóun yfir hátíðarnar með grein um skammtastærðir á algengum réttum sem bornir eru fram á jólum og áramótum.   Þetta allt, krossgátan og svo margt annað í fjölbreyttu jólablaði Húsfreyjunnar sem er blað númer tvö sem Sigríður Ingvarsdóttir ritstýrir.

Þú getur gerst áskrifandi að Húsfreyjunni hér   Allir áskrifendur hafa aðgang að áskriftarvefnum þar sem er að finna mörg eldri blöð Húsfreyjunnar. 

Smelltu hér til að sjá hvað Húsfreyjan fæst í lausasölu.

Við minnum einnig á falleg gjafabréf Húsfreyjunnar sem eru tilvalin jólagjöf sem endist út næsta ár.  Þú færð jólablaðið frítt með til að setja með í jólapakkann með gjafabréfinu. Hafðu samband við skrifstofuna í síma 5527430 til að panta persónulegt gjafabréf. 

Laugardaginn 19. nóvember síðastliðin var 66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) haldinn í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum.

Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mæta formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ ásamt stjórnarkonum KÍ.

Yfirskrift fundarins var: Hvernig getum við haft meiri áhrif á samfélagið?

Ásamt venjubundnum fundarstörfum var farið yfir ný lög er varða almannaheillaskrá ásamt því að unnið var í hópavinnu um yfirskrift fundarins.  

Á fundinum var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt.

66. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn á Hallveigarstöðum 19. nóvember 2022 hvetur fjölskyldur til þess að gefa sér tíma, ræða saman og eiga gæðastundir án truflana frá netmiðlum. 

Í umhverfi okkar er gríðarlegt áreiti af samfélagsmiðlum sem sofa aldrei og gefa aldrei grið.  Stafrænt ofbeldi, áreitni, notkun samfélagsmiðla, fíkn og kvíði hefur farið stigvaxandi ár frá ári sem hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir líðan og heilsu barna og fullorðinna.

Aldrei hefur verið jafn mikil þörf og í dag, að gefa sér tíma til þess að njóta samverustunda með þeim sem okkur þykir vænt um, borða saman í rólegheitum og eiga gott samtal. 

 

formannaráð KÍweb

 

IMG 1934

 

IMG 1935 002

20221119 134041

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eru boðnar velkomnar eftir því sem húsrúm leyfir.

Boðið verður uppá kaffiveitingar

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir flytur hugvekju

Sigríður Víðis Jónsdóttir les upp úr bók sinni: Vegabréf: íslenskt

Tónlistaratriði

Munið happadrættið

Hlökkum til að sjá þig,

 

Með kveðju,

stjórn Kvenfélagasambands Íslands

 

Jólafundarboð KÍ 2022

Söfnun og sáning á birkifræi 2022birkifræ_-mynd_small.png

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka, þar á meðal Kvenfélagasamband Íslands, ásamt stofnununum tveimur.

Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarútbreiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins sem er ríflega þreföldun á núverandi útbreiðslu. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn-áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfélaga fólks.

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikilvægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Verkefnið 2022 er hafið

Þann 22. september síðastliðinn hófst verkefnið formlega þetta árið í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit. Ein og hálf milljón fræja safnaðist þann dag.

Upplýsingar um þá viðburði sem hafa verið og eða eru framundan má finna á t.d. á www.skogur.is

Til þess að vel takist til er þátttaka samtaka á borð við Kvenfélagasambandið lykilatriði. Kvenfélög um allt land eru því hvött til að efna til viðburða og hefja frætínslu eða hvetja félagsmenn og fjölskyldur að að gefa sér stund til að tína fræ. Skila má fræinu á tilgreindum söfnunarstöðum eða finna sáningarstaði í samráði við sveitarfélög eða landeigendur og koma fræinu strax i jörð svo upp vaxi nýr birkiskógur.

Nú í haust er enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka samtaka á borð við Kvenfélagasambandið lykilatriði. Kvenfélög um allt land eru því hvött til að efna til frætínslu og annað hvort skila fræinu á tilgreindum söfnunarstöðum eða finna sáningarstaði í samráði við sveitarfélög eða landeigendur og koma fræinu strax i jörð svo upp vaxi nýr birkiskógur.

Hafður er sá háttur á að öll fræ sem fara í söfnunarkassa hjá Olís og Bónus eru mæld út frá rúmmáli en þannig fæst fjöldi fræja sem safnast en í einum lítra af þokkalega hreinsuðum fræjum eru um 90 þúsund fræ.  Það er því auðvelt fyrir hvern og einn áætla fjölda fræja sem safnast á hverjum stað.

Ítarlegar upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is. Þar eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við bæði söfnun á birkifræi og sáningu.

Það voru 18 hressar konur+ 4 makar sem mættu frá Íslandi á Evrópuþing ACWW (Associated Country Women of the World - Alþjóðasamband dreifbýliskvenna) sem haldið var í Glasgow dagana 19. - 23. september 2022 sl. Þátttakendur á þinginu voru 130 alls frá 9 löndum og var  ánægjulegt að sjá svona góða þátttöku frá Íslandi. Dagskráin var fjölbreytt með blöndu af fundum, fyrirlestrum, skoðunarferðum og kvöldskemmtunum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ flutti skýrslu Íslands á þinginu. Aðeins tvær úr hópnum höfðu áður mætt á þing ACWW, þær Helga Guðmundsdóttir og Mjöll Einarsdóttir. Ánægjulegt að svo margar voru tilbúnar að mæta frá Íslandi og kynnast þannig alþjóðastarfinu.  Næsta þing ACWW er heimsþing sem haldið verður í Kuala Lumpur í Malasíu í mái 2023.   Sjá hér nánar hér

islandshopurinn.png

Frá vinstri standandi: Helga Guðmundsdóttir fyrrum forseti KÍ, Jenný Jóakimsdóttir starfsm KÍ, Katrín Ragnheiður Guðmundsd. frá Kvenfélaginu Iðunni Eyjafjarðarsveit, Dagný Hildur Þorgeirsdóttir frá Kvenfélaginu Einingu Skagaströnd, Árný Ósk frá Einingu Skagaströnd, Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ, Jóhanna Bára Þórisdóttir frá Iðunni Eyjafjarðarsveit, Unnur Ósk Kristjónsdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Lena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ og Guðný Rannveig Reynisdóttir frá Kvenfélaginu Eyrarbakka, Sitjandi frá vinstri: Björg Bjarnadóttir frá Kvenfélaginu Vonin Blönduósi, Mjöll Einarsdóttir Kvenfélagi Selfoss, Eyrún Olsen Kvenfélagi Selfoss, Þuríður Jóna Schiöth Iðunni Eyjafjarðarsveit, Hrönn Arnheiður Björnsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit og Ásta Heiðrún Stefánsdóttir Iðunni Eyjafjarðarsveit.   

Á myndina vantar: Guðnýju Nönnu Þórsdóttur og Elínu Ósk Ómarsdóttur báðar frá Einingu Skagaströnd. 

 

Fleiri myndir frá þinginu er að finna á facebook síðu KÍ  Smelltu hér

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands