Það var hátíðlegt stund þegar nýr forseti, Halla Tómasdóttir var sett í embætti 1. ágúst sl. Það var heiður fyrir forseta KÍ að fá boð á innsetninguna. Athöfnin í Dómkirkjunni sem og innsetningin í Alþingishúsinu voru einstaklega eftirminnileg. Þar sátu saman fulltrúar frá fjórum félagasamtökum, allt konur eins og sést á meðfylgjandi mynd. Talið frá vinstri séð: Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar, Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi, Silja Bára R. Ómarsdóttir formaður Rauða krossins á Íslandi og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasamband Íslands.