Norræna kvenfélagasambandið NKF (Nordens Kvinnoförbund) hélt sitt árlega sumarþing í Maríuhöfn á Álandseyjum dagana 17.-18. ágúst 2018.

Kvenfélagskonur víðsvegar af landinu og af Norðurlöndum tóku þátt í þinginu og nutu fjölbreyttrar dagskrár í góðu veðri í fallegu umhverfi Álandseyja. Ísland gegnir nú formennsku í norrænu samtökunum NKF og fóru þær Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambandsins og formaður NKF og Vilborg Eiríksdóttir varaforseti KÍ á þingið fyrir hönd stjónar KÍ. Þær höfðu í nógu að snúast á þinginu, Guðrún sem formaður og Vilborg sem tók m.a. þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt var um öryggi í norrænu samhengi. Britt Lundberg, varaformaður sendinefndar Álandseyja í Norðurlandaráði stjórnaði pallborðsumræðunum. 

Efnistök fundarins voru m. a. um að skapa öryggi hversdagsins og að sýna tillitssemi.

Á þinginu var samþykkt ályktun um mikilvægi þess að lifa við tryggt og öruggt daglegt líf.

Ályktun þingsins er svohljóðandi:

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 11. júlí - 14. ágúst 2018. 

Kvenfélagasamband Íslands skorar á stjórnvöld og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður. Ljósmæður eiga stóran hlut í þeim góða árangri sem náðst hefur á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. Staðan er grafalvarleg og heilsa kvenna og barna er í hættu ef ekki er nú þegar leyst úr kjaradeilunni.

Föregångerskan eða Þær sem mörkuðu leiðina, þriðjudaginn 19. júní kl. 17:00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík.

Velkomin á bráðfyndinn einleik um súffragettur og baráttuna fyrir kosningarétti kvenna, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur í Svíþjóð fengu kosningarétt!

Leikari er Catherine Westling, höfundur er Karin Enberg og leikstjóri er Lisa Lindén.

Sýningin tekur 50 mínútur og er á sænsku, en gestir fá útdrátt á ensku.

Kaffi og kleinur í boði hússins! Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Guðþjónusta við Kjarvalstaði á kvenréttindadaginn 19. júní
Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands halda guðþjónustu við Kjarlvalsstaði 19. júní klukkan 20

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Forseti Kvenfélagasambandsins Guðrún Þórðardóttir tekur þátt í messunni.
Allir velkomnir

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands