1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í yfir 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
Ekki er ætlast til þess af kvenfélagskonum að þær standi sjálfar að hátíðahöldum þennan hátíðisdag.
Mörg kvenfélög minnast dagsins þó með ýmsum hætti og er það auglýst innan kvenfélaganna og héraðssambanda þeirra.

Stjórn og starfsfólk Kvenfélagasambandsins óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með daginn og þakkar þeim það góða starf sem þær vinna í sínu samfélagi. 

Kvenfélagasamband Íslands og Húsfreyjan senda kvenfélagskonum, lesendum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.

Þökkum samfylgdina á árinu.

Kærleikskveðja

Gleðileg jól 2023 Kvenf samband og Húsfreyjan web

Jólablað Húsfreyjunnar er að venju  einkar efnisríkt. Aðalviðtal Húsfreyjunnar að þessu sinni er við Hlín Mainka Jóhannesdóttir, Hlín er fædd í Þýskalandi en íslenski hesturinn dró hana til Íslands og hefur hún búið hér nú í 27 ár, þar af 20 ár í Skagafirðinum þar sem hún býr nú og rekur fyrirtækið Yogihorse. Í tilefni jóla er Húsfreyjan stútfull af jólalegum uppskriftum, þar á meðal fallegum jóla- og áramótadrykkjum sem eru bæði gómsætir og gleðja augað.

Jólafundur Kvenfélagasambands Íslands verður haldinn á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 23. nóvember nk.  Kl. 17-19

Heiðursfélagar KÍ, núverandi og fyrrverandi stjórnar- starfs- og nefndarkonur sambandsins, formenn héraðssambanda KÍ og kvenfélagskonur, eru boðnar velkomnar eftir því sem húsrúm leyfir.

Boðið verður uppá kaffiveitingar

  • Séra Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni flytur hugvekju
  • Yrsa Þöll Gylfadóttir les upp úr bók sinni: Rambó er týndur
  • Tónlistaratriði
  • Munið happadrættið

Hlökkum til að sjá þig

Með kveðju,

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands.

Jólafund KÍ 2023 vef 1920 x 1080 px

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands