Fréttir
Konur kalla!
Á fundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var að Hótel Glym í Hvalfirði dagana 30.-31. janúar 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt.
Kvenfélagskonur á Íslandi hafa átt stóran þátt í uppbyggingu íslensks samfélags sl. 140 ár, ávallt með hag heildarinnar að leiðarljósi.
Í áranna rás hefur kraftur þeirra og útsjónarsemi skipt sköpum í allri þjóðfélagsuppbyggingu . Nú, sem aldrei fyrr, eru kvenfélagskonur tilbúnar að leggja sitt af mörkum.
Fundurinn hvetur því til þess að á öllum sviðum stjórnsýslunnar verði leitað í þekkingarbrunn kvenfélagskvenna til framtíðar uppbyggingar íslensks samfélags.