Sigurlaug Viborg forseti KÍ setti 35. landsþing Kvenfélagasambands Íslands við hátíðlega athöfn í Vatnasafninu í Stykkihólmi í dag að viðstöddum um 120 kvenfélagskonum sem sitja þingið.
Ester Gunnarsdóttir varaformaður Kvnefélagasambands Snæfells og Hnappadalssýslu bauð þinggesti velkomanar, en sambandið er gestgjafi þingsins að þessu sinni.
Verndari Kvenfélagasambands Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands flutti ávarp, kom hann víða við og sagði m.a. að þótt síðari tímar hafi kollvarpað ýmsu og öðru breytt þá þyrfti samfélagið enn ríkulega á framlagi kvenfélagskvenna að halda, einmitt nú þegar þjóðin kallar eftir gömlum og góðum gildum sem áður reyndust farsælt veganesti, leiðsögn á erfiðum tímum.
Tónlistarmenn af Snæfellsnesi stjórnuðu fjöldasöng og spiluðu undir og bæjarstjóri Stykkishólms, Erla Friðriksdóttir ávarpaði gesti og fræddi þá um Vatnasafnið. Léttar veitngar voru í boði bæjarstjórnar Stykkishólms.
Þingfundur hófst kl. 14.15 í Hótel Stykkishólmi, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var þingfundi frestað kl. 17.30
Um kvöldið bauð Kvnefélagasamband Snæfells og Hnappadalssýslu þingfulltrúumí í kvöldverð og siglingu um lygnan Breiðafjörðinn.