Kvenfélagasambandið sem er eitt af þeim félögum sem standa að Skottunum mun vera með kynningu í tjaldinu ásamt öðrum félagasamtökum.
Lítið við ef þið eigið leið í bæinn.
Menningarnótt, dagskrá viðburða.
13:00 Guðrún Jónsdóttir Stjórnarformaður skottanna Kynnir Skotturnar og Kvennafrídaginn
13:30 Eline Mckay- Leikkona Upplestur úr Þórubókunum
14:00 Nýkjörin Besta Fjallkonan 2010- Ólöf Ingólfsdóttir Les ljóð í fullum skrúða
14:30 Þórunn Lárusdóttir - Leikkona Tónlistaratriði
15:00 Kvennakór Reykjavíkur Tónlistaratriði
15:30 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir- rithöfundur Upplestur úr bókinni - Á mannamáli
16:00 Kvennakór Garðabæjar Tónlistaratriði
16:30 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Leik og söngkona Tónlistaratriði
17:00 Áfram stelpur ! Baráttusöngvar af tónleikadagskrá sem flutt verður í tengslum við Kvennafrídaginn
17:30 Ólöf Sverrisdóttir Leikkona Les eigin ljóð
18:00 Þórunn Antonía -söngkona Tónlistaratriði
19:00 Auður Bjarnadóttir Jógakennari / dansari Sólarjóga
20:00 Lilja Katrín Gunnarsdóttir Leikkona Brot úr einleiknum MAMMA-ÉG eftir Lilju Katrínu Gunnarsdóttur og Svan Ma Snorrason
20:30
21:00 3 Raddir & Beatur Þessi acappella kvartett sameinar þrjár undurfagrar kvenraddir og einn öflugan taktkjaft. Þau flytja tökulög sem spanna allt frá Andrew's systrum til Beyoncé og útkoman eru gamaldags hljómar með nýtískulegum lifandi töktum.
21:30 Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir - Leikkonur Upplestur úr skáldverkum kvenna
22:00 Saga Garðarsdóttir og Þórdís Nadia Óskarsdóttir Uppistand
22:30 Ragnheiður Bjarnarson dansari Söngur
Anna María Sigurjónsdóttir Ljósmyndari Sýnishorn úr ljósmyndasýningunni "herrar, menn og stjórar” sem verður opnuð 25 október í Saltfélaginu.
Kjartan Sverrisson Selur diskinn - Áfram stelpur
Skotturnar Kynning á kvennafrídeginum 2010
Kvenréttindafélag Íslands Kynning á félaginu
Kríurnar kynning
Unifem kynning
Áritun og sala á bókinni, Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu
Feministafélagið Kynning
Soromtimistasambandi Kynning
Zontasambandi Kynning
Kvenfélagasambandið Kynning
LITRÓF ÍSLENSKRA KVENNA
Söfnun á snyrtivörum í Kvennafrítjaldinu.
Leitast verður við að skapa myndlistaverk úr snyrtivörum sem íslenskar konur gefa í söfnunina, sem haldin verður í kvennafrístjaldinu á Austurvelli á menningarnótt. Snyrtivörurnar verða svo afhentar íslenskum myndlistakonum sem munu skapa listaverk úr snyrtivörunum, sem verður svo afhjúpað á kvennafrídaginn 25. október 2010.
Hugmyndafræðin að baki gjörningnum “Litróf íslenskra kvenna” er margþættur. Það eru skiptar skoðanir á notkun kvenna á snyrtivörum og farða. Sumir vilja meina að konur noti farða til að draga fram bestu þættina í útliti sínu og ýti einungis undir þá náttúrulegu fegurð sem þær fengu í vöggugjöf. Þannig bæti notkun farða og snyrtivara sjálfstraust kvenna. Aðrir eru á öndverðum meiði og halda því fram að notkun kvenna á farða sé afleiðing af hlutgervingu og kynvæðingu konunnar í karllægum heimi. Með öðrum orðum séu konur að gangast upp í ímynd karla af þeim sem “puntdúkkum”, svo dæmi sé nefnt.
Það gefur því augaleið að “Litróf íslenskra kvenna” getur alið af sér athyglisverða og ögrandi umræðu um stöðu nútíma konunnar. Síðast en ekki síst skal tekið fram að undir hugtakið “íslenskar konur” falla allar konur sem búa og starfa í íslensku samfélagi, óháð uppruna.