Í dag skrifuðu 22 félagasamtök undir áskorun undir yfirskriftinni
 Málið varðar okkur öll !

Áskoruninni sem er að finna hér að neðan er beint til þeirra sem koma að uppeldi barna og unglinga í víðasta skilningi
ásamt því að félagasamtökin sem að henni standa taka mið af henni.

Málið varðar okkur öll !

„Ungum kannabisneytendum sem leita sér meðferðar hefur fjölgað um helming
síðustu ár á Íslandi. Fíkniefnaneysla getur verið dýrkeypt. Það þekkja
þeir sem missa tökin af neyslu sinni, fjölskyldur þeirra, aðstandendur og
vinir.
Skaðleg líffræðileg áhrif kannabisneyslu eru þekkt, svo og tengsl við
neyslu annarra fíkniefna, s.s. amfetamíns. Á grundvelli þessarar vitneskju
er mikilvægt að börn og unglingar láti ekki blekkjast af rangfærslum um
kannabisefni; rangfærslum sem oft eru klædd í búning hlutlægra og
áreiðanlegra upplýsinga.
Í æsku og á unglingsárum er lagður grunnur að framtíð einstaklings. Þá
mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á
ævinni. Foreldrar, kennarar og aðrir uppalendur eru í lykilhlutverki í
uppeldi og forvörnum, meðal annars með því að veita  börnum og ungmennum
leiðsögn við gagnrýnið mat á upplýsingum og veita þeim hlutlægar og
traustar upplýsingar. Börn og ungmenni þurfa skýr skilaboð frá fjölskyldum
sínum um að hafna neyslu fíkniefna, en jafnframt stuðning og hvatningu
gagnvart hverskyns áreiti og þrýstingi til neyslu fíkniefna.
Við hvetjum til opinnar og ábyrgrar umræðu um fíkniefnamál og köllum eftir
almennri þátttöku og samstöðu um velferð barna og ungmenna.
Málið varðar okkur öll.

Konur um allt land eru hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14.25 í dag, 
 
- þá hafa konur unnið fyrir launum sínum, sem enn eru aðeins 66% af heildarlaunum karla.

ÚTIFUNDIR VERÐA AUGLÝSTIR Í SVÆÐISFJÖLMIÐLUM UM LAND ALLT

Í REYKJAVÍK VERÐUR SAFNAST SAMAN VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU KL 15:00
Gengið verður að Arnarhóli verða uppákomur á hverju götuhorni.

Sjá dagskrá á Arnarhóli:

sultubaeklingur1




um sultu- saft- og hlaupgerð er komin út hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Hann er seldur á skrifstofunni á Hallveigarstöðum.
Kvenfélögunum býðst að kaupa hann gegn vægu gjaldi til endursölu.
Hafið samband í s: 552 1135 eða sendið línu á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skotturnar félag um Kvennafrídaginn 24. október 2010 verða með margar skemmtilegar uppákomur í tjaldi á Austurvelli á menningarnótt Reykjavíkur.
Kvenfélagasambandið sem er eitt af þeim félögum sem standa að Skottunum mun vera með kynningu í tjaldinu ásamt öðrum félagasamtökum.
Lítið við ef þið eigið leið í bæinn.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands