Látum verkin tala – eflum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Í tilefni af stórafmæli Vigdísar og því að 30 ár eru liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar hafa margir orðið til að leggja lið byggingarverkefni um alþjóðlega tungumálamiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst á lifandi hátt um erlend tungumál og ólíka menningarheima.
Kvenfélagasambandi Íslands er heiður að því aðvera í hópi þeirra sem leggja lið með því að vekja athygli á þjóðarátaki sem nú fer fram til að fjármagna byggingu tungumálamiðstðvarinnar.
Þema hlaupsins í ár er - Konur eru konum bestar - samstarfsaðili ÍSÍ að þessu sinni er Kvenfélagasamband Íslands
Hlaupið í ár er tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræðni og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd fjölmörgum framfara- og velferðamálum fyrir samfélagið. Fyrir 80 árum stofnuðu þær Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, sem sameiningar og samstafsvettvang kvenfélaganna í landinu. Undir merkjum KÍ starfa þúsundir kvenna á öllum aldri og mynda þannig keðju góðra verka og vináttu.Forseti KÍ, Sigurlaug Viborg sótti þingið ásamt þremur öðrum kvenfélagskonum frá Íslandi.