Látum verkin tala – eflum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Í tilefni af stórafmæli Vigdísar og því að 30 ár eru liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar hafa margir orðið til að leggja lið byggingarverkefni um alþjóðlega tungumálamiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst á lifandi hátt um erlend tungumál og ólíka menningarheima.

Kvenfélagasambandi Íslands er heiður að því aðvera í hópi þeirra sem leggja lið með því að vekja athygli á þjóðarátaki sem nú fer fram til að fjármagna byggingu tungumálamiðstðvarinnar.

Þema hlaupsins í ár er - Konur eru konum bestar - samstarfsaðili ÍSÍ að þessu sinni er Kvenfélagasamband Íslands

Hlaupið í ár er tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Með samstöðu, áræðni og dugnaði hafa kvenfélagskonur á Íslandi hrint í framkvæmd fjölmörgum  framfara- og velferðamálum fyrir samfélagið.  Fyrir 80 árum stofnuðu þær Kvenfélagasamband Íslands,  KÍ, sem sameiningar og samstafsvettvang kvenfélaganna í landinu. Undir merkjum KÍ starfa þúsundir kvenna á öllum aldri og mynda þannig keðju góðra verka og vináttu.

Ný framkvæmdastjórn og svæðisforsetar voru kjörnir til þriggja ára á 26. heimsþingi ACWW sem lauk í Hot Spring, Arkansas, Bandaríkjunum 28. apríl sl.
 
Framkvæmdastjórn:

Heimsforseti - May Kidd, Skotlandi
Varaforseti - Anphia Grobler
Ritari - Jo Ellen Almond
Gjaldkeri - Alison Burnet

Formenn nefnda sem eiga sæti í stjórn ACWW:Verkefnanefnd, Margaret Mackay
Kynningar og útgáfunefnd, Alison Bayley
Sameinuðuþjóðanefnd, Ms Sharon Hatten

Svæðisforsetar:

Evrópa – Merja Siltanen
Kanada – Margaret Yetman
Karabísku eyjarnar og Mið og suður Ameríka – Rose Rajbansee
Suðruhafseyjar – Ruth Shanks
Suðru Afríka – Dr Semane Bonolo Molotlegi
Austur, vestur og mið Afríka – Emende Evelyn Nojang
Bandaríkin – Beverly Earnhart
Suður og mið Asía – Sister Viji
Suður Asía og Austurlönd fjær – HRH Princess Azizah of Pehang

Forseti KÍ, Sigurlaug Viborg sótti þingið ásamt þremur öðrum kvenfélagskonum frá Íslandi.

Þú siglir alltaf til sama lands.

Hátíðardagskrá í Háskólabíói 15. apríl kl. 16:30–18:00

Dagskráin er öllum opin.
Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi á Íslandi og í Færeyjum.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri  ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg  standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með.
Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins. 

Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.
Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur www.vigdis.hi.is

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands