37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag á Hótel Selfossi og stendur til sunnudags, 11. október.
Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins.
Yfirskrift landsþingsins er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”
Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.
Einnig verða góðir fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið. Matarsóunarlag KÍ og AmabAdamA verður frumflutt kl. 15.30 í dag. 9. október.
Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40.
Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir.

Kvenfélagasamband Íslands hefur sem kunnugt er unnið markvisst gegn matarsóun undanfarið ár, með námskeiðahaldi og fræðslu til almennaings. Nú hefur Kvenfélagasambandið skrifað undir samning við hljómsveitina Amabadama þar sem hljómsveitinni er falið að semja tónverk til að vekja vitund almennings á MATARSÓUN.