ÞINGIÐ FER FRAM Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA, (áður Hótel Loftleiðir)
Lliður í því eru heimboð á heimili kvenfélagskvenna og til kvenfélaga.
Á formannaráðsfundi KÍ á Hallveigarstöðum í nóvember sl. var samþykkt ályktun um að spara notkun plastpoka við innkaup og nota þess í stað taupoka sem tilvalið er til dæmis að sauma úr gömlum pilsum.
Ályktun um nýja gerð innkaupapoka - pilspoka KÍ
Nú sem fyrr er mikilvægt að nýta sem flesta hluti til aukins sparnaðar fyrir heimilin í landinu og einnig til hagsbóta fyrir umhverfið. Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn á Hallveigarstöðum, 19. nóvember 2011 vill því hvetja allar kvenfélagskonur sem og aðrar konur, til að gera sér innkaupapoka t.d. úr gömlum pilsum og draga þar með úr notkun á innkaupapokum úr plasti.
Kvenfélagasamband Íslands heldur opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, miðvikudaginn 14. mars nk. Kl. 17
Bolludagur, sprengidagur, öskudagur!
Hallfríður Bjarnadóttir úr Kvenfélagi Reyðarfjarðar miðlar fróðleik sem hún hefur viðað að sér um hefðir á bolludag, sprengidag og öskudag.
Spjallað verður um hefðir daganna og þær breytingar sem orðið hafa á þeim.
Kvenfélagskonur taka vel á móti gestum og kynna starfssemi kvenfélaganna og Kvenfélagasambands Íslands
Allir velkomnir
Opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum er vettvangur til að kynnast störfum kvenfélaganna og Kvenfélagasamband Íslands.
Opið hús KÍ er mánaðarlega, oftast 14. hvers mánaðar.
Sunnudaginn 11. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.
Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Að þessu sinni býðst gestum að koma með búningasilfur í greiningu til Dóru Jónsdóttur gullsmiðs og Lilju Árnadóttur fagstjóra munasafns Þjóðminjasafns Íslands og fræðast þannig um gerð gripanna, uppruna þeirra og aldur.