NORRÆNT SUMARÞING KVENFÉLAGA VERÐUR Í REYKJAVÍK 8. – 10. JÚNÍ 2012
ÞINGIÐ FER FRAM Á HÓTEL REYKJAVÍK NATURA,  (áður Hótel Loftleiðir) 
 
Þema þingsins er: KRAFTUR KVENNA
 
Kvenfélagasamband Íslands skipuleggur þingið sem er haldið til skiptis á Norðurlöndunum. 
Fyrirlestarar fara fram á norrænum tungumálum og/eða verður þess gætt að efni fyrirlestranna 
verði tiltækt fyrir ráðstefnugesti á íslensku og öðrum norðurlandamálum. 
Ekki er mögulegt að hafa beina túlkun þar sem slíkt kostar of mikið. 
Lagt er upp með að konur hafi tíma tila ð hittast á persónulegum nótum.
Lliður í því eru heimboð á heimili kvenfélagskvenna og til kvenfélaga.
 
 
Dagskrá: 
 

tautaska

Á formannaráðsfundi KÍ á Hallveigarstöðum í nóvember sl. var samþykkt ályktun um að spara notkun plastpoka við innkaup og nota þess í stað taupoka sem tilvalið er til dæmis að sauma úr gömlum pilsum.

Ályktun um nýja gerð innkaupapoka - pilspoka KÍ
Nú sem fyrr er mikilvægt að nýta sem flesta hluti til aukins sparnaðar fyrir heimilin í landinu og einnig til hagsbóta fyrir umhverfið. Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn á Hallveigarstöðum, 19. nóvember 2011 vill því hvetja allar kvenfélagskonur sem og aðrar konur, til að gera sér innkaupapoka t.d. úr gömlum pilsum og draga þar með úr notkun á innkaupapokum úr plasti.

Kvenfélagasamband Íslands heldur opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, miðvikudaginn 14. mars nk. Kl. 17

Bolludagur, sprengidagur, öskudagur!

 

Hallfríður Bjarnadóttir  úr Kvenfélagi  Reyðarfjarðar  miðlar fróðleik sem hún hefur viðað að sér um hefðir  á bolludag, sprengidag og öskudag.

Spjallað verður um hefðir daganna og þær breytingar sem orðið hafa á þeim.


Kvenfélagskonur taka vel á móti gestum og kynna starfssemi kvenfélaganna og Kvenfélagasambands Íslands


Allir  velkomnir


Opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum er vettvangur til að kynnast störfum kvenfélaganna og  Kvenfélagasamband Íslands. 

Opið hús KÍ er mánaðarlega, oftast  14. hvers mánaðar.

 

Námskeið, Konur kalla á konur, verður haldið í Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti á Akureyi í húsnæði Akureyrarakademíunnar þann 17. mars nk.kl. 11.00
Námskeiðið halda þær Sigríður Finnbjörnsdóttir og Bjarndís Lárusdóttir úr Kvenfélagi Garðabæjar í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands. 
Námskeiðið er fyrir kvenfélagskonur á Eyjafjarðarsvæðinu. Skráning fer fram hjá formönnum kvenfélaganna.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim konum sem starfa innan stjórna félaganna eða hafa hug á því  en allar konur sem starfa í kvenfélögun innan Kvenfélagasambands Íslands eru velkomnar á námskeiðið.
 
Meðal efnis sem kennt er á námskeiðinu er: 
Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í kvenfélögum ,verkefnaskipting stjórnar, undirbúningur starfsárs, mannleg samskipti, félagaöflun og mótun framtíðarsýnar, hlutverk Kvenfélagasambands Íslands og héraðssambanda þess.

Sunnudaginn 11. mars verður þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Að þessu sinni býðst gestum að koma með búningasilfur í greiningu til Dóru Jónsdóttur gullsmiðs og Lilju Árnadóttur fagstjóra munasafns Þjóðminjasafns Íslands og fræðast þannig um gerð gripanna, uppruna þeirra og aldur. 

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður mun opna nýja heimasíðu Þjóðbúningaráðs www.buningurinn.is og munu börn frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa. Einnig leiðir Magnea Árnadóttir gesti um sýninguna Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur en þar má sjá úrval búninga úr smiðju Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. 
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðar á safninu. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands. 

Dagskrá: 
Kl. 14:00: Setning. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður setur hátíðina og kynnir nýja heimasíðu Þjóðbúningaráðs. 
Kl. 14:15: Börn úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna nokkra dansa. 
Kl. 14:30-16:00: Greining á búningaskarti. 
Kl. 15:00: Magnea Árnadóttir leiðir gesti um sýninguna Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur. 
Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélag Reykjavíkur.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands