Þann 1. febrúar nk. verða 85 ár liðn frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands og verður tímamótanna minnst í afælishófi í samkomusalnum í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 15 - 17 sunnudaginn 1. febrúar nk.
Kvenfélagskonur, velunnarar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir.
Formannafundur Kvenfélagasambands Íslands, KÍ, var haldinn að Hallveigarstöðum laugardaginn 22. nóvember sl.
Formannaráð fer með æðsta vald um málefni KÍ milli landsþinga KÍ sem haldin eru á þriggja ára fresti. Á fundinn mættu formenn héraðssambanda KÍ, stjórn og starfsfólk KÍ
Yfirskrift fundarins var: Konur - 100 ára kosningaréttarafmæli – Spítalinn okkar.
Meðal þess sem var á dagskrá fundarins var:
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum:
Næsta námskeið, Eldað úr öllu, með kvenfélögunum og Dóru, verður 30. okt. nk. sjá nánar
auglýsingu hér til vinstri undir „Á döfinni"
Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst í dag.
Í vikunni er kastljósi beint ÁSKORUN TIL ALÞINGISMANNA vegna frumvarps um að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu á áfnengi, og að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.
Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum. Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi. Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.
Hægt verður að nálgast upplýsingar um verkefni og starf félagasamtaka á heimasíðu Viku 43 auk þess sem yfirlýsing Viku 2014 verður sent fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu. Áminningar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig reynt að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samstarfs í forvörnum.
Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna eru þátttakendur í verkefninu.