Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti 8. mars

Dagskrá í Iðnó kl. 17:00

Vorið kallar

Fundarstjóri:  Kolbrún Halldórsdóttir


Ávörp:

Claudia Ashonie: Menntun kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og atvinna að námi loknu
Védís Guðjónsdóttir: Saman eða sundur
Sigríður Rut Hilmarsdóttir: Vinna með barnalýðræði
Steinunn Þóra Árnadóttir: Kjósum burt NATÓ!
Soumia Islami: Barátta kvenna í „arabíska vorinu“
Guðrún Jónsdóttir: „Og þær lifðu hamingjusamar til æviloka.“ Umfjöllun um vændi og Kristínarhús
Guðrún Hannesdóttir: Mennska

Magga Stína syngur við undirleik Kristins Árnasonar

Verið velkomin

Til að fagna fallegum hlutum

Handverksýning stendur nú yfir á Hallveigastöðum við Túngötu,
Sýningin er opin dagana 15. – 17. febrúar, frá kl. 13-18.

Kaffi og glæsilegt meðlæti er selt á staðnum á kr.1000,-


Það eru heldri dömur sem notið hafa handleiðslu Halldóru Arnórsdóttur sem starfað hefur sem leiðbeinandi í félagsstarfi hjá Reykjavíkurborg, sem halda sýningu á snilldarverkum sínum.
Þær nota mismunandi útsaumstækni þar sem unnið er með silkiborðum, silkiþráðum, ullargarni, bómullargarn, perlum og gullþráðum.
Einnig er að finna verk Halldóru á sýningunni.

Einkunarorð sýningarinnar eru:
Gerum hvern dag meira skapandi og enn fallegri !

Allir eru velkomnir

Opið hús í Hallveigarstöðum, nýtt kvenfélag stofnað í Reykjavík
 

 
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ  árið 2010 . 
Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Dags kvenfélagskonunnar er getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum og Kvenfélagasamband Íslands vekur athygli á deginum í fjölmiðlum til að festa hann enn frekar í sessi.Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.

Kvenfélagasamband Íslands verður með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16.30 - 18.30  þann 1. febrúar

 

Hópur kvenna hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun nýs kvenfélags í Reykjavík sem stofnað verður á Hallveigarstöðum þennan dag.
Hefst stofnfundur þess kl. 17.15 og geta þær konur sem þess óska gerst stofnfélagar á fundinum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

 

Villa er í uppskrift að Strokk í 4. tbl. Húsfreyjunnar 2011, jólablaðinu s: 48

Í lok 1. umferðar stendur að það eigi að prjóna 2 sléttar en það rétta er að það á að prjóna 1 slétta þar (3 sléttar lykkjur á milli stiga):
Leiðrétting:
 1. umf.: Prjónið *2 sléttar lykkjur, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, takið 2 lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi þær slétt saman, 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum saman yfir, sláið bandinu tvisvar upp á prjóninn, prjónið 2 lykkjur saman, 1 slétt*. Endurtakið frá * til * út umferðina.

Á Jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í kvöld var úthlutað styrk úr Minningarsjóði Helgu M. Pálsdóttur

Styrkinn hlaut Andrea Fanney Jónsdóttir klæðskerameistari sem stundar nám í textílhönnun, með áherslu á prjón, í Glasgow School of Art í Skotlandi.
Ritgerð Andreu mun fjalla um íslenskan ullariðnað og sóknarfæri hans.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands