Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Samband sunnlenskra kvenna, með 26 kvenfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum innanborðs.
Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.
Guðrún Þórðardóttir Kvenfélagi Grímsneshrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ.
Vilborg Eiríksdóttir Kvenfélagi Mosfellsbæjar er varaforseti. Bryndís Birgisdóttir Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjaldkeri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jóhannsdóttir Kvenfélaginu Hjálpinni í Eyjarfjarðarsveit er meðstjórnandi. Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.
Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var hluti þingsins eftir hádegið á laugardeginum í opinni dagskrá. þangað kom fjöldi gesta og fylgdist með erindum, örfyrirlestrum og pallborðsumræðum tengdum þema þingsins “Hækkum flugið.
Á þinginu var frumflutt lagið „Sóa“ sem fjallar um matarsóun og hljómsveitin AmabAdamA samdi fyrir Kvenfélagasambandið.
Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti.
Þingin eru opin fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Hvert kvenfélag hefur eitt atkvæði á þinginu. 180 kvenfélagskonur af landinu öllu sóttu þingið á Selfossi.
Þingið sendir frá sér ályktanir, m.a. um átak gegn matarsóun, kennslu í kynjafræði, áherslur varðandi komu flóttafólks til landsins, geðheilbrigðismál barna og unglinga, læsi ofl. sjá hér: Ályktanir 37. landsþings KÍ.
Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu. Innan KÍ starfa um 170 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum. Á undanförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, tugir milljóna á ári hverju, runnið til og hinna ýmsu menningar- og líknarstofnana og annarra samfélagsverkefna.